Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 15:45

Afmæliskylfingur dagsins: – Sigríður Elín Þórðardóttir – 9. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sigríður Elín Þórðardóttir. Sigríður Elín fæddist 9. október 1960 og er því 52 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sigríður Elín sigraði m.a. í punktakeppni án forgjafar á Opna kvennamóti GSS 2012, 16. júní s.l. Hún varð í 2. sæti áí meistaraflokki kvenna á Meistaramóti GSS. Auk þess var hún í sigurkvennasveit GSS, í sveitakeppni GSÍ, sem spilar í 1. deild á næsta ári. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Sigríður Elín Þórðardóttir (52 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Panton, 9. október 1916 – 24. júlí 2009 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (Seinni grein af 2)

Hér verður fram haldið með að fara yfir það helsta í ferli Dustin Johnson, þessa frábæra bandaríska kylfings. Hann á þegar þetta er ritað að baki 2 sigra sem áhugamaður og 8 sem atvinnumaður í golfi. Áhugamannssigrar hans komu árið 2007 og voru eftirfarandi: Monroe Invitational og Northeast Amateur. Af 8 sigrum hans sem atvinnumaður eru 6 á PGA Tour: Árið 2008: Turning Stone Resort Championship, 5. október; Árið 2009: AT&T Pebble Beach National Pro-Am 15. febrúar; Árið 2010: AT&T Pebble Beach National Pro-Am, 14. febrúar; BMW Championship, 12. september; Árið 2011: The Barclays; 27. ágúst; Árið 2012: FedEx St. Jude Classic, 10. júní. Eins hefir DJ sigrað á 2 mótum sem atvinnumaður utan PGA Tour: Árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 09:45

Rory talar niður samkeppnina við Tiger á World Golf Finals

Númer 1 á heinslistanum, Rory McIlroy, hefir talað niður samkeppnina milli sín og 14 falds risamótsmeistara Tiger Woods fyrir $5.2 milljóna World Golf Final í Belek. Styrktaraðilar gera mikið úr samkeppninni en hinn 23 ára McIlroy er ekki sama sinnis. „Ég hlakka til að keppa við Tiger því eins og allir vita var hann hetjan mín þegar ég var að vaxa úr grasi,“ sagði Rory við blaðamenn. „Að fá að spila við hann þessa dagana og keppa við hann er draumur sem rætist.“ „Þetta verður fyrsti leikurinn þar sem við höfum keppt við hvern annan maður á mann í staðinn fyrir hefðbundinn höggleik, þannig að þetta ætti að vera gaman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og San Francisco í 10. sæti á Edean Ihlanfeldt Inv. eftir 1. dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco taka þátt í Edean Ihlanfeldt Invitational í Sahalee Country Club,  í Sahalee, Sammamish, Washington.  Þátttakendur eru 83 frá 16 háskólum. Mótið stendur  8.-10. október. Eygló Myrra lék á 6 yfir pari, 78 höggum og var á besta skori liðs síns. Hún deilir sem stendur 35. sætinu. Golf 1 óskar Eygló Myrru góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna á Edean Ihlanfeldt Invitational eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind í 15. sæti á Lady Pirate – Sunna og golflið Elon í 4. sæti í liðakeppninni eftir fyrri dag

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon taka þátt í tveggja daga móti, Lady Pirate Intercollegiate í Greenville Country Club, í Norður-Karólínu. Mótið stendur dagana 8.-9. október. Þátttakendur eru 104 frá 20 háskólum. Berglind spilaði fyrri hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 15. sæti í einstaklingskeppninni.  Lið Berglindar UNCG deilir hins vegar 12. sæti eftir fyrri dag mótsins. Sunna lék á 5 yfir pari, 77 höggum og deilir 33. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna er á 3. besta skorinu í liði sínu og telur frammistaða hennar því í árangri golfliðs Elon, en það er í 4. sæti í keppninni. Golf 1 óskar Berglindi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 08:00

Ken Venturi valinn í Frægðarhöll kylfinga

Fyrrum sigurvegari á Opna bandaríska og 14 faldur sigurvegari á PGA Tour, Ken Venturi hefir verið valinn í Frægðarhöll kylfinga. Ken Venturi, 81 árs, sem hlýtur inngöngu í Frægðarhöllina vegna afreka sinna um ævina verður vígður í höllina 6. maí n.k. í the World Golf Village in St. Augustine, í Flórída. „Þetta er bara heiður,“ savði Venturi á blaðamannafundi á Pebble Beach Golf Links í heimaríki sínu Norður-Kaliforníu. „Stærsta viðurkenningin í lífinu er að vera minnst og ég þakka Frægðarhöllinni fyrir að muna eftir mér.“ „Mér var kennt af Byron Nelson og ég spurði hann eitt sinn: „Hvernig get ég endurgreitt þér fyrir allt sem þú hefir gert fyrir mig?“ Hann sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 15:15

Steve Williams að hugsa um að hætta

Steve Williams, kylfusveinn Adam Scott gaf í skyn við ný-sjálensku útvarpsstöðina Radio Live í morgun að hann hyggist hætta störfum í lok næsta árs. Williams var einn frægasti kylfusveinn Tiger Woods og saman unnu þeir 13 risamótstitla saman. Jafnfrægt er þegar Tiger rak Williams og þeim síðarnefnda sárnaði svo að hann var m.a. vændur um að hafa haft í frammi kynþáttafordóma við Tiger. Síðan þá er gras gróið yfir málið og Williams starfar nú sem áður segir sem kylfusveinn Ástralans, Adam Scott. Fyrir starfslok sagðist Williams ætla að reyna að fá Scott til þess að taka þátt í New Zealand Open. Til þess að lesa upprunalegu fréttina SMELLIÐ HÉR:  Byggt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra, Berglind, Íris Katla og Sunna keppa í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og USF hefur leik í dag á Edean Ihlanfeldt Invitational, í Sahalee, Sammamish, Washington. Mótið stendur dagana 8.-10. október. Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og  Sunna Víðisdóttir, GR og Elon,  spila í sama mótinu Lady Pirate Invitational. Mótið stendur dagana 8.-9. október og fer fram í Greenville, Norður-Karólínu, en gestgjafi er East Carolina. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The University og Queens, Charlotte leggja land undir fót og spila í Flórída næstu tvo daga.  The Royals taka þátt í Shark Shootout á West Palm Beach í Flórída. Golf 1 óskar þeim Eygló Myrru, Berglindi, Sunnu og Írisi Kötlu góðs gengis!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 12:35

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi hefur leik á Kings College Invitational í dag

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011, hefur leik á Kings College Invitational í dag. Mótið er tveggja daga mót frá 8.-9. október 2012.  Það fer fram í Bristol, Tennessee. Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2012 | 12:30

8-manna Turkish World Finals með Tiger og Rory fer fram í Tyrklandi þrátt fyrir óeirðir

Nú í vikunni fer í fyrsta sinn fram Turkish World Finals mótið þar sem m.a. taka þátt  Rory McIlroy og 14 faldur risamóts sigurvegari Tiger Woods.  Skipuleggjendur sögðu fyrr í dag að mótið myndi fara fram þrátt fyrir óeirðir á svæðinu. Tyrkneski herinn skaut m.a. yfir landamærin inn í Sýrland eftir að sprengju var varpað frá Sýrlandi á landamærabæinn Akcakale, allt til þess að undirstrika viðvaranir frá höfuðborginni Ankara um að öllum árásum á tyrkneskt landsvæði yrði svarað í sömu mynt. Þetta er 5. dagurinn í röð sem Tyrkir svara fyrir sig þegar sprengjum frá Norður-Sýrlandi, þar sem sveitir forsetans Bashar al-Assad hafa verið að berjast við uppreisnarmenn, sem eiga landsvæði alveg við tyrknesku landamærin. Lesa meira