Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 11:57

Birgir Leifur tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA í Madison, Mississippi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour, dagana 16.-19. október (þ.e. þriðjudaginn – föstudaginn í næstu viku).

Spilað er í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: )

Nokkra athygli vekur að tvöfaldi risamótsmeistarinn argentínski (Opna bandaríska 2007 og the Masters 2009) Angel Cabrera  tekur þátt í úrtökumótinu.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis!

Til þess að sjá þátttökulistann á úrtökumótinu í Madison, Mississippi SMELLIÐ HÉR: