Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 12:10

Darren Clarke: „Mér væri heiður af því að vera Ryder bikars fyrirliði liðs Evrópu 2014″

Einum degi eftir að hljóta stuðning  Lee Westwood, sagði sigurvegari Opna breska 2011, Darren Clarke að það myndi vera „gríðarstór heiður“ að verða valinn næsti Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu.

Hvað sem öðru leið þá bar Clarke  aftur vangaveltur um að hann væri við það að taka við hlutverki fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu, sem fram fer  í  Gleneagles, Skotlandi, 2014, með því að tvíta: „til þess að það sé skýrt…. mér hefir ekki verið boðin staða Ryder Cup fyrirliða.“

Tilkynnt verður um arftaka José Maria Olazábal um fyrirliðastöðuna í janúar á næsta ári. Liði Evrópu tókst að halda Ryder bikarnum í Evrópu í 2 ár í viðbót þegar liðið sigraði í Medinah, Chicago, 30. september s.l. með 14 1/2  vinningi gegn 13 1/2.

Westwood vill að Clarke verði fyrirliði, en varðandi það sagði hann m.a.:  „Hann er risamótsmeistari…. og taktískt séð mjög hæfur. Ég hugsa að Darren hafi margt gott með sér.“

Heimild: CBS Sports