Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 07:00

Tiger biður nýliðana í Ryder bikars liði Bandaríkjanna afsökunnar

Tiger Woods sagði á blaðamannafundi í Tyrklandi s.l. mánudag að hann hefði beðið nýliðana í Ryder bikars liði Bandaríkjanna afsökunar fyrir vanhæfni hans að raka inn fleiri stigum fyrir lið Bandaríkjanna í  Medinah Country Club í Chicago.

Tiger tók nýliðanna í liðinu: Webb Simpson, Brandt Snedeker, Jason Dufner og Keegan Bradley til hliðar eftir að bandaríska liðið sólundaði 10-6 forystu fyrir lokadag Ryder bikarsins og tapaði 14½ to 13½.

Sá kylfingur sem var efstur að stigum til að komast sjálfkrafa í liðið, Tiger Woods, var með árangur upp á  0-3-1 og úrslit í leik hans á sunnudaginn skiptu engu, þar sem lið Evrópu hafði þegar tryggt sér bikarinn.

„Ég hafði tækifæri til þess að vinna 3 stig í liðakeppninni og ég gerði það ekki,“ sagði Tiger. „Stigið mitt (í tvímenningnum) skipti engu máli þar sem búið var að gera út um allt. Steve Stricker og ég áttum að vinna stig og við gerðum það ekki. Það var pirrandi.“

„Þetta var, án nokkurs vafa, erfitt.  Við vorum með mikla forystu og við gátum ekki náð að vinna úr fullkominni vinningsstöðu. Það er erfitt. Sumir voru ansi vonsviknir. Við vorum með góða menn úti snemma sunnudags til þess að ná í stigin en það gerðist ekki.  Það var þá komið undir okkur sem fórum út í lokin að klára, en þegar kom að mér skipti ekkert máli. Það var án nokkurs vafa, erfitt.“

Ryder bikars árangur Tiger eftir Medinah er 13-17-3 (13 sigrar, 17 jafntefli, 3 töp).

Tiger gerði lítið úr, því sem haldið hefir verið fram, að Bandaríkjamönnum sé bara sama um Ryder bikarinn.

„Þið voruð bara ekki í liðsherberginu. Það hefir verið það sama upp á teningnum frá þvi ég spilaði fyrst (í Ryder bikars keppninni) 1997. Það hefir ekkert breyst. Við höfum alltaf verið gott lið. Manni líður ekki vel að tapa, hvort sem það er í Forsetabikarnum eða Ryder bikarnum.“

Sjá má golffréttamanninn Michael Collins tjá sig um afsökunarbeiðni Tigers í eftirfarandi myndskeiði  SMELLIÐ HÉR:

 Heimild: ESPN