Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 17:15

Rory og Tiger töpuðu leikjum sínum á Turkish Airlines World Golf Finals

Í dag hófst keppni á Turkish Airlines Wold Golf Finals. Til að byrja með í keppninni er um að ræða einvígi milli tveggja flokka A og B,  þar sem spilaður er höggleikur og sá sem er á lægra skori sigrar.

Númer 1 á heimslistanum, Rory McIlroy tapaði sínum leik fyrir Bandaríkjamanninum, Matt Kuchar. Rory spilaði á 76 og Kuch á 71 höggi.

McIlroy fékk 2 erni á fyrri 9 á Sultan golfvelli Antalya golfklúbbsins þar sem hann setti m.a. niður 4.5 metra pútt á 3. braut og 15 metra pútt á 7. braut, en leikur hans féll í sundur á 15. braut þegar hann drævaði  til hægri út í trén og fékk þrefaldan skolla.

Tiger Woods tapaði naumlega fyrir Charl Schwartzel 70-69.

Woods sagðist m.a. verða að sjá til þess að hann ynni sinn leik fyrir hádegið á morgun og eftir hádegið í leiknum gegn McIlroy yrði bara að sjá til.

Hunter Mahan tapaði fyrir Justin Rose 75-71 og Webb Simpson tapaði naumlega fyrir Lee Westwood 73-72.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag  SMELLIÐ HÉR: