Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 11:15

Rory tapaði 2. leik sínum – Tiger vann Kuchar á Turkish Airlines World Golf Finals í morgun

Tiger vann sinn leik í morgun gegn Matt Kuchar 67-72!!!

Rory McIlroy  hins vegar tapaði sínum leik fyrir Charl Schwartzel sem er sjóðheitur, en hann vann líka sinn leik í gær gegn Tiger.

Caroline Wozniacki fylgist með sínum heittelskaða tapa hverjum leiknum á fætur öðrum.

Í A-flokk er því staðan þannig að Schwartzel er efstur með 2 vinninga, Tiger og Kuchar eru báðir með 1 vinning og Rory rekur lestina með engan vinning.

Schwartzel og Kuchar mætast eftir hádegi og Tiger, Rory í þeim leik sem mest spenna er fyrir.

Justin Rose er efstur í B-flokk – vann Lee Westwood í morgun 66-69 og er því með 2 vinninga, en Westy 1 vinning. Webb Simpson sigraði Hunter Mahan 65-67. Hann er því kominn með 1 vinning en Hunter Mahan búinn að tapa báðum leikjum sínum.

Eftir hádegið mætir Justin Rose, Webb Simpson og Lee Westwood og Hunter Mahan spila. Eftir daginn í dag halda 2 efstu í hvorum flokki áfram í undanúrslit.