Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 08:00

Bubba Watson í The Tonight Show hjá Jay Leno – tíar upp á „andliti“ Leno – myndskeið

Flestir muna líklegast eftir viðtali sem Feherty tók við John Daly og í kjölfarið setti hann tí upp í munninn lagðist á teig og John Daly sló teighögg  og í bolta sem tíaður var upp í munni Feherty. Sjá má fréttina og myndskeiðið þar um með því að SMELLA HÉR: 

Svipað gerðist í The Tonight Show hjá Jay Leno í fyrradag, þar sem Masters sigurvegarinn Bubba Watson var í heimsókn.

Bubba beinlínis tíaði upp af „andliti“ Leno. Svolítið ógnvekjandi að láta mestu sleggjur PGA Tour slá af andlitinu á sér.

Sjá má myndskeið af Bubba í þætti Leno með því að SMELLA HÉR: