Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 10:45

Rose blómstrar í Tyrklandi – var á 62 höggum og mætir Tiger í undanúrslitum

Í gær var síðdegisleikjunum á Turkish Airlines World Golf Final frestað vegna úrhellisrigninga; en þeir leiknir í morgun.

Helstu úrslit eftir 3. umferð eru eftirfarandi:

Justin Rose (9 undir pari, 62 högg) vann Webb Simpson (4 undir pari 67 högg)
Lee Westwood (7 undir pari, 64 högg) vann Hunter Mahan (2 undir pari 69 högg)
Charl Schwartzel (8 undir pari 63 högg) vann Matt Kuchar (6 undir pari 65 högg)
Rory McIlroy (1 undir pari 70 högg) tapaði fyrir Tiger Woods (7 undir pari 64 högg)

Í undanúrslitunum mætast eftirfarandi kylfingar:
Justin Rose mætir Tiger Woods
Charl Schwartzel mætir Lee Westwood

Justin Rose mun spila við Tiger Woods í einum af síðustu 4 leikjum the Turkish Airlines World Golf Final eftir að hafa verið á frábærum 62 höggum þegar hann bara sigurorð af  Webb Simpson í lokaleik flokkakeppninnar.

Með 9 undir pari og sigri í 3. umferð varð Rose í fyrsta sæti í B-flokk, hlaut 3 vinninga þ.e. vann alla andstæðinga sína. Tiger varð í 2. sæti í A-flokk á eftir Charl Schwartzel eftir að sigra nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem aldrei sá til sólar í mótinu.  Það segir sína sögu að Rory fékk aðeins fugla á 16. og 17. braut, sem komu honum rétt í 1 undir par.

70 högg hans voru ekkert á við glæsileg 64 högg Tiger á degi þar sem 8 þátttakendurnir í mótinu voru samtals á 44 undir pari á par-71 PGA Sultan golfvellinum í Belek.

Jafnvel þó Tiger hafi spilað skollalaust í dag og verið með 7 fugla fannst Tiger að hann hefði jafnvel getað farið enn lægra. „Mér leið vel í dag,“ sagði Tiger eftir hringinn. „Ég var að slá virkilega vel. Ég missti þó nokkur pútt þarna úti sem er áhugavert, þetta gæti hafa farið í virkilega lága tölu.“

„Flatirnar eru mjúkar eftir rigninguna sem við vorum með í gær og þær eru fullkomlega mjúkar. Ef boltinn stoppar svona fínt er hægt að slá stíft á stöngina.

Lee Westwood sem varð nr. 2 í B-flokk mun keppa við  Charl Schwartzel í hinum undanúrslitaleiknum  eftir að hann vann Hunter Mahan 64-69.  Aumingja Mahan er líkt og Rory McIlroy ekki með neinn sigur í beltinu eftir keppni í mótinu.

Westwood var í góðri stöðu að brjóta 60 þegar hann var kominn í 7 undir par, 28 högg, á fyrri 9, en honum fipaðist að fá fugla á seinni 9 sem eru heldur erfiðari en fyrri 9.

Schwartzel, sem þegar var með höfuðleðrin af McIlroy ogWoods í farteskinu varð, líkt og Rose í 1. sæti A-flokks, með 100% frammistöðu þegar hann vann Matt Kuchar og var þar með, með fullt hús 3 vinninga.

Schwartzel varð þó að hafa fyrir Kuch, því hann gefst aldrei upp, en síðan urðu lyktir 63-65 Schwartzel í hag.

Undanúrslitaleikirnir tveir: Rose g. Woods og Schwartzel g. Westwood fara fram seinna í dag, en úrslitaleikurinn á morgun, föstudaginn 12. október, kl. 8:30 að tyrkneskum tíma (5:30 að íslenskum tíma).