Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 10:00

Tiger gæti hugsað sér að vera fyrirliði í Ryder bikars liði Bandaríkjanna í framtíðinni

Á blaðamannafundinum í Tyrklandi s.l. mánudag fyrir Turkish Airlines World Golf Finals, kom fram hjá Tiger að hann gæti vel hugsað sér að verða fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna í framtíðinni.

„Það myndi vera mér mikill heiður að vera fyrirliði Ryder bikars liðs,“ sagði hann. „Vonandi verður það ekki í náinni framtíð vegna þess að ég myndi vilja spila í fleiri liðum, en örugglega dag einn þegar róast fer um hjá mér eða ferill minn er á enda myndi það vera gríðarstórt að fá að vera hluti Ryder bikars liðsins sem fyrirliði.“

Tiger hefir aðeins verið í 1 sigurliði Bandaríkjanna í Ryder bikars keppni,, þ.e. 1999 og Tiger er langt frá því ánægður með síðasta ósigurinn.

„Ég bara meðtók ekki fyrstu dagana hvað hafði gerst í Medinah.Ég var með tvo veika krakka heima sem ég varð að hugsa um og síðan urðu þeir líka að fara í skólann. Þeir voru með hita og ég einbeitti mig að þeim í nokkra daga,“ sagði hann. „Síðan fór ég að tala við vini og liðsfélaga og allt í einu fór það að detta inn, staðan sem við höfðum verið í og það sem hafði gerst — já, það var erfitt í nokkra daga.“