Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson varð í 14. sæti á Chick fil a Collegiate mótinu

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012, og The Eagles, golflið Faulkner háskólans tóku þátt í Chick fil a Collegiate mótinu, sem fram fór 8.-9. október og lauk þ.a.l. í gær. Spilað var í Rome, Georgía.   Þátttakendur voru 135 frá 25 háskólum.

Hrafn spilaði á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (76 71) og lauk keppni í 14. sæti, sem er stórglæsilegur árangur! Hann var á langbesta skori í liði sínu.

Golflið Faulkner lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót sem Hrafn tekur þátt í er MGCCC Holiday Inn Fall Invitational sem fram fer í Gulfport, Mississippi og hefst 28. október nk.

Til þess að sjá úrslitin í Chick fil a Collegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: