Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 10:00

Rickie Fowler ekki með á Korean Open eða CIMB Classic

Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler mun ekki verja titil sinn á Korean Open eða spila á CIMB Classic mótinu í Malasíu þar sem verðlaunafé er $ 6.1 milljón, vegna bakmeiðsla, sagði í fréttatilkynningu frá hinum 23 ára Rickie fyrr í dag. Hinn skærtklæddi Rickie Fowler, sem er sem stendur í 28. sæti áheimslistanum vann fyrsta titil sinn sem atvinnumaður í mótinu, sem bæði Korean og OneAsia Tour standa fyrir með 6 högga mun á næsta mann, núverandi nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Korean Open hefst n.k. fimmtudag í Woo Jeong Hills í Choongnam. „Því miður, þó þau séu ekki alvarleg, þá hef ég barist við bakmeiðsli s.l. nokkra mánuði og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 09:45

Framkvæmdir við Ólympíugolfvöllinn í Ríó ganga hægt

Á Ólympíuleikunum í Ríó mun fara fram fyrsta keppnin í golfi sem Ólympíugrein í 110 ár. Þó leikarnir hefjist eftir aðeins 3 ár er ekkert farið að byggja Olympíugolfvöllinn í Ríó de Janeiro, þar sem enn er deilt um eignarrétt á landsvæðinu þar sem golfvöllurinn á að rísa. Í gær féll dómur á 1. dómstigi fyrirtæki í vil sem nefnt var eigandi landsins og vill engar framkvæmdir á landinu sbr. dómsskjöl.  Dómnum hefir þegar verið áfrýjað. Borgaryfirvöld í Ríó, aðrir skipuleggjendur mótsins og Ólympíunefnd Brasilíu virðast engar áhyggjur hafa; segja  að framkvæmdir muni hefjast fljótlega á landinu. Varaforseti Alþjóðagolfsambandsins Ty Votaw sagði að þó ekki væri byrjað á byggingu vallarins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 09:00

Evróputúrinn: Olazábal gekk ekkert vel á 1. hring Portugal Masters

Eftir sigurvímu Ryder bikarskeppninnar sneri fyrirliði sigurliðsins, José María Olazábal sér aftur að því að keppa sjálfur, en hafði ekki árangur sem erfiði. Hann var á  75 höggum, 10 höggum á eftir forystumönnum mótsins, þeim Ross Fisher og Stephen Gallacher. Fisher og Gallacher náðu forystu í mótinu fremur snemma á 65 glæsihöggum og það var enginn sem spilaði betur en þeir í gær. „Þetta hefir verið erfitt keppnistímabil,“ sagði hinn 31 árs Fisher í gær.„En það er gaman að sjá að öll erfiðisvinnan er að skila sér og ef Ryder bikars sigurinn veitir ekki innblástur þá gerir ekkert það.“ Stephen Gallacher, 37 ára frændi fyrrum fyrirliða Ryder bikarsliðs Evrópu, Bernard Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 07:00

PGA: Nick O´Hern í 1. sæti á Frys.com Open – hápunktar og högg 1. dags

Það var Ástralinn Nick O´Hern sem stal senunni á upphafsdegi Frys.com Open í CordeValle golfklúbbnum í San Martin, í Kaliforníu í gær. Hann spilaði á heilum 9 undir pari vallar, 62 höggum; fékk 9 fugla og 9 pör. „Að fá engan skolla er alltaf gott. Ég var að slá vel. En annars var ekkert sérstakt sem gerðist á hringnum. Það eina er kannski að mér tókst að vippa beint í holu utan flatar á 4. flöt þarna uppi á hæðinni. Það er alltaf erfiður kafli á hringnum 3., 4., 5. og 6. brautin. Ég komst í gegn þar á 2 undir pari sem er ansi sjaldgæft á þessum golfvelli held Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 21:30

PGA: Jhonattan Vegas tekur forystu snemma á Frys.com Open á 1. degi

Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela sem tekið hefir forystu á Frys.com Open, sem hófst á golfvelli CordeValle golfklúbbsins, í  San Martin, í Kaliforníu í dag. Vegas kom á hús í 65 höggum. Hann fékk 7 fugla og 1 skolla. The Masters risamótsmeistarinn 2012, Ernie Els, sem fann sig svo vel á mótinu í fyrra, skilaði sér inn á sléttu pari og er fyrir miðju skortöflunnar sem stendur. Margir eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan getur breyst í mótinu eftir því sem líður á kvöldið. Til þess að fylgjast með stöðunni á Frys.com Open á 1. degi SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 21:00

LPGA: Na Yeon Choi og Karrie Webb efstar á Sime Darby mótinu í Malasíu eftir 1. dag

Í dag hófstí Kuala Lumpur Country Club í Malasíu, Sime Darby mótið. Efstar og jafnar eftir 1. dag eru þær NY, þ.e. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu og Karrie Webb frá Ástralíu. Báðar spiluðu þær á 6 undir pari, 65 höggum. Jafnar í 3. sæti eru Mika Miyazato frá Japan, Min Lee frá Taíwan og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu, allar 1 höggi á eftir forystukonunum. Í 6. sæti eru nöfnurnar Hee frá Suður-Kóreu á 4 undir pari, 67 höggum og síðan er allstór hópur kylfinga sem deilir 8. sætinu eða alls 7 kylfingar, þ.á.m. Ai Miyazato frá Japan og Catriona Matthew frá Skotlandi, allar á 3 undir pari 68 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 19:00

Birta Dís í GHD og Ármann Viðar í GÓ efst og skyldu jöfn í bæjarkeppni Dalvíkur og Ólafsfjarðar

Laugardaginn  6. október s.l. fór fram bæjarkeppni milli GHD og GÓ, þ.e. Golfklúbbsins Hamars á Dalvík og Golfklúbbs Ólafsfjarðar. Spilað var á Arnarholtsvelli á Dalvík.  Þátttakendur voru 35; 16 frá GHD og 19 frá GÓ.   Þrír félagar úr GÓ luku ekki keppni þannig að jafnt var í liðum 16 frá hvorum klúbbi. Spilaðar voru 9 holur og var leikformið punktakeppni.  Í efstu sætum voru Birta Dís Jónsdóttir í GHD og Ármann Viðar Sigurðsson, GÓ, bæði með 20 punkta. Úrslitin í heild má sjá hér:  Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Ármann Viðar Sigurðsson GÓ 9 F 0 20 20 20 20 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 16:00

PGA: Spurningar lagðar fyrir Ericu, sem giftist nýlega PGA Tour kylfingnum JB Holmes, um eiginmann hennar – myndskeið

PGA kylfingurinn JB Holmes komst í fréttirnar á s.l. ári vegna þess að mikill svimi hindraði hann í að taka þátt í mótum PGA. Í ljós kom að hann var með heilaæxli og varð að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin tókst vel og JB búinn að ná sér vel. Í ár var síðan allt annað upp á teningnum hjá hinum þrítuga John Bradley (JB) Holmes (f. 26. apríl 1982) . Hann kvæntist nefnilega Ericu, kærestu sinni. Blaðafulltrúa PGA lék forvitni á hversu vel hún þekkti eiginmann sinn og lagði fyrir hana 6 skemmtilegar spurningar í nýlegum greinaflokki um það sem gerist innan PGA og heitir á frummálinu „The Newly Wed Challenge.“  Erica Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 15:25

Evróputúrinn: Fisher og Gallacher leiða snemma dags á Portugal Masters

Englendingurinn Ross Fisher og Skotinn Stephen Gallacher hafa tekið forystuna á Portugal Masters mótinu, sem hófst í dag á Oceânico golfvellinum í Villamoura í Portúgal, sem margir Íslendingar kannast við. Báðir eru þeir búnir að spila á 6 undir pari, 65 höggum.  Fisher fékk 7 fugla og 1 skolla en Gallacher spilla skollafrítt og skipti þessu jafnt, fékk 3 fugla á fyrri 9 og 3 fugla á seinni 9. Margir eiga eftir að ljúka leik og getur því staðan breyst eftir því sem líður á kvöldið. Til þess að fylgjast með stöðunni á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2012 | 14:10

Justin Rose vann Tiger naumlega í undanúrslitunum í Tyrklandi 69-70

Nú er ljóst að það verður breskur slagur í Tyrklandi á morgun, en það er Justin Rose sem mætir Lee Westwood í úrslitaleiknum á morgun í Turkish Airlines World Golf Final. Justin Rose, var nú rétt í þessu að vinna 4. leik sinn í mótinu gegn Tiger Woods, er búinn að vera sjóðandi heitur og vinna alla leiki sína í mótinu. Rose var á 2 undir pari, 69 höggum og fékk 1 örn, 3 fugla og 3 skolla; meðan Tiger var á 1 undir pari, 70 höggum og fékk 3 fugla og 2 skolla. Tiger spilar um 3. sætið við Charl Schwartzel á morgun. Til þess að sjá leiki dagsins Lesa meira