Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals luku leik í Flórída í 12. sæti á Guy Harvey Inv.

Bæði kvenna og karlagolflið The Queens University of Charlotte luku á Guy Harvey Invitational í Palm Beach Gardens, Flórída í gær.  Gestgjafi mótsins var Nova Southeastern University.

Karla- og kvennagolflið The Queens University of Charlotte

Þátttakendur í mótinu voru 81 frá 15 háskólum í kvennagolfinu.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals spilaði á samtals 169 höggum (87 82)  þ.e. bætti sig um 5 högg milli hringja.

Íris Katla var á 4. besta skori liðs síns og skor hennar taldi því,  en 4 bestu skor af 5 telja.

The Royals bættu stöðu sína fóru upp um 2 sæti voru í 14. sætinu eftir fyrri daginn en luku leik í 12. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin í Guy Harvey Invitational  SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót sem Íris Katla og the Royals spila á er Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida 22.-23. október n.k.