Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bruce Devlin – 10. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Bruce Devlin. Bruce fæddist 10. október 1937 í Armidale Ástralíu og á því 75 ára stórafmæli í dag. Hann gerðist atvinnukylfingur 1961 og vann 28 mót á ferli sínum, sem slíkur, þar af 8 á PGA Tour og 16 á PGA Tour of Australasia.  Besti árangur hans í risamótum var 4. sætið á the Masters 1964 og 1968. Hann hefir síðari ár verið þekktari sem íþróttafréttamaður í sjónvarpi og sem golfvallarhönnuður.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Craig Marseilles, 10. október 1957 (55 ára);  Jody Anschutz, 10. október 1962 (50 ára stóramæli!!!!!);  Bryn Parry, 10. október 1971 (41 árs);  Johan Edfors, 10. október 1975 (37 ára);  Mika Miyazato, 10. október 1989  (23 ára) – vann sinn fyrsta sigur á LPGA 19. ágúst 2012. ….. og ……

Haukur Dór (36 ára)

Golfara Sumar (37 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is