Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 23:59

PGA: Mallinger enn í forystu fyrir lokahringinn á Frys.com Open

Bandaríkjamaðurinn John Mallinger er enn í forystu fyrir lokahringinn á Frys.com Open. Mallinger er samtals búinn á spila á 15 undir pari, 198 höggum (66 62 70).  Hann hefir aðeins 2 högga forystu á Svíann Jonas Blixt, sem er í 2. sæti. Blixt er samtals búinn að leika á 13 undir pari, samtals 200 höggum (66 68 66). Bandaríkjamennirnir Jason Kokrak og Charles Howell III eru síðan í 3. sæti, báðir á samtals 12 undir pari, 201 höggi, hvor. Það er fróðlegt að vita hvort Mallinger takist að halda út á og krækja sér í fyrsta sigur sinn á morgun,  eftir 6 ár sigurleysis á PGA Tour? Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kristófer Orri Þórðarson og Páll Pálsson – 13. október 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru Kristófer Orri Þórðarson og Páll Pálsson. Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og er því 15 ára í dag. Kristófer Orri er í GKG, spilaði á Unglingamótaröð Arion banka í sumar og tók m.a. þátt í Lalandia Open í Danmörku nú nýverið. Páll er fæddur 13. október 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!  Unnusta Páls heitir Anna Aradóttir. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (68 ára);  Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (67 ára);  Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (67 ára);  Gunnar Rafnsson, f. 13. október 1961  (51 árs); Guðmundur Júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 18:00

GR: Skipulagsbreytingar í unglingastarfinu

Eins og kynnt hefir verið hefir verið ákveðið að ráðast í skipulagsbreytingar á unglingastarfi Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) þannig að fækkað verður verulega í afrekshópum. Almennir hópar munu fá sömu þjónustu og réttindi og afrekshópar höfðu áður. Í unglingastarfinu hjá GR voru langflestir orðnir í afreksstarfi þannig að skiptingin í almennt starf og afreksstarf var ekki raunverulega til staðar og missti algerlega marks. Afrekshópurinn stóð því ekki lengur undir nafni. Þess vegna var ákveðið að taka alla inn í starfið eins og það var skilgreint sem afreksstarf áður, þannig að þeir fáu sem eftir voru í almenna starfinu fá nú t.d. fría bolta til að æfa sig, þrjár æfingar í viku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 17:40

LPGA: Na Yeon Choi leiðir fyrir lokahring Sime Darby mótsins

Það er Na Yeon Choi, frá Suður-Kóreu, sem leiðir fyrir lokahring Sime Darby mótsins í Malasíu, sem leikinn verður á morgun. NY Choi er búin að spila á 13 undir pari, 200 höggum (65 67 68).  Landa NY, Inbee Park er aðeins 2 höggum á eftir á samtals 11 undir pari og ein í 2. sæti. Ein í 3. sæti er Karrie Webb frá Ástralíu á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3 dag Sime Darby mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 17:20

PGA: Frá blaðamannafundi John Mallinger sem leiðir þegar Frys.com Open er hálfnað – var á 62 glæsihöggum!!!

Á eftir hringinn glæsilega hjá John Mallinger upp á 62 högg á golfvelli CordeValle golfklúbbsins í San Martin, Kaliforníu, þar sem Frys.com Open fer fram var haldinn blaðamannafundur með John Mallinger, þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna.  Hér fara spurningar blaðamanna og svör heimamannsins John Mallinger að loknum glæsihrings hans: Blaðafulltrúi PGA Tour: Við bjóðum velkominn John Mallinger. Þú ert kominn í samtals 14 undir par í dag (í gær). Þetta var heldur betur góður endir þarna á seinni 9, 30 högg. Geturðu talað um hvað var það sem kom þér af stað og síðan tökum við nokkrar spurningar. JOHN MALLINGER: Ég hugsa að það hafi líklega verið örninn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger leiðir fyrir lokadag Portugal Masters

Er Ross Fisher að kasta frá sér sigrinum á síðustu metrunum?  Englendingurinn, Ross Fisher, er búinn að leiða alla 3 daga mótsins en í dag tókst Austurríkismanninum Bernd Wiesberger að komast upp fyrir Fisher þó Fisher hafi verið með 3 högga forystu í gær. Bernd Wiesberger er sem sagt efstur fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun og víst að stefnir í mikið einvígi milli hans og Fisher. Wiesberger lék á samtals 13 undir pari, 200 höggum (70 65 65) en Fisher er á 12 undir pari, 201 höggi (65 67 69). Þriðja sætinu deila Richard Finch, Michael Campbell og Shane Lowry samtals 9 undir pari, 204 höggum, hver; Finch Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: John Mallinger?

Þar til í gær höfðu fæstir, nema þeir sem fylgjast með flestu sem gerist í golfheiminum, heyrt um John Mallinger. Hann lék 2. hringinn á Frys.com Open mótinu á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum; fékk 1 örn, 7 fugla og 10 pör  á hringum. En hver er kylfingurinn John Mallinger? John Charles Mallinger fæddist 25. september 1979 í Escondido, Kaliforníu og er því nýorðin 33 ára.  Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælisdag og spænski LPGA kylfingurinn Belen Mozo og bandaríska leikkonan Heather Locklear, sem líka spilar golf, einkum nú þegar kæresti hennar er einn sá færasti í íþróttinni af öllu leikaraliðinu í Hollywood, Jack Warner. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 20. sæti eftir 1. dag Ruth´s Chris Tar Heel mótsins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest keppnir á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu í Norður-Karólínu. Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum og keppt er á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill. Ólafía Þórunn kom í hús í gær á 2 yfir pari 74 höggum; fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Hún er á besta skorinu af öllum í liði Wake Forest, sem deilir sem stendur 12. sætinu með Louisville, í liðakeppninni. Ólafía Þórunn er í 20. sæti í einstaklingskeppninni, en því sæti deilir hún með 9 öðrum. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Ruth´s Chris Tar Heel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst á 73 höggum eftir 1.dag Bank of Tennessee mótsins

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State spiluðu í gær fyrsta hringinn á Bank of Tennessee @ Blackthorn mótinu, í Blackthorn Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee. Það eru 75 þátttakendur frá 13 háskólum í mótinu. Guðmundur  Ágúst lék á 1 yfir pari, 73 höggum, fékk fimm fugla, tvo skolla og tvo skramba. Hann deilir sem stendur 39. sæti á mótinu í einstaklingskeppninni ásamt 10 öðrum. Guðmundur Ágúst er á 4.-5. besta skorinu í liði sínu og golflið East Tennessee State er í 6. sæti í liðakeppninni. Golf 1 óskar Guðmundi Ágústi góðs gengis! Til þess að fylgjast með gangi mála hjá Guðmundi Ágúst og í Bank Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 09:00

Golfútbúnaður: FJ Sport Spikeless golfskór

Footjoy FJ Sport Spikeless golfskórnir er 2. kynslóð hinna vinsælu FJ Sport golfskóa, sem margir af helstu stjörnum PGA mótaraðarinnar kjósa að vera í þ.á.m. Rory McIlroy, Adam Scott og Matteo Mannassero. Þeim hjá Footjoy fannst að jafnvel þó street eða takkalausir skór hafi næstum yfirtekið golfskóa markaðinn þá vantaði enn takkalausa skó sem skiluðu hámarks árangri. Því voru FJ Sport skórnir hannaðir með það að markmiði að skapa létta, vatnshelda, íþróttamannslega, sveigjanlega og endingagóða skó, með takkalausum ytri sóla sem hægt væri að vera í jafnt innan sem utan vallar. Hægt er að fá nýju golfskóna í hvítu/bláu, hvítum lit eða hvítum/appelsíugulum lit (hægt er að fá mun fleiri liti Lesa meira