Na Yeon Choi
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 17:40

LPGA: Na Yeon Choi leiðir fyrir lokahring Sime Darby mótsins

Það er Na Yeon Choi, frá Suður-Kóreu, sem leiðir fyrir lokahring Sime Darby mótsins í Malasíu, sem leikinn verður á morgun.

NY Choi er búin að spila á 13 undir pari, 200 höggum (65 67 68).  Landa NY, Inbee Park er aðeins 2 höggum á eftir á samtals 11 undir pari og ein í 2. sæti.

Ein í 3. sæti er Karrie Webb frá Ástralíu á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3 dag Sime Darby mótsins SMELLIÐ HÉR: