Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 06:55

PGA: John Mallinger leiðir þegar Frys.com Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn John Mallinger, sem tekið hefir forystuna á Frys.com Open. Mallinger er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (66 62).  Hann átti lægsta skorið á 2. hring á golfvelli CordeValle golfklúbbsins í San Martin, Kaliforníu, þar sem mótið fer fram. Á hringnum fékk Mallinger 1 örn, 7 fugla og 10 pör. Í 2. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel og Jhonattan Vegas frá Venezuela, heilum 4 höggum á eftir Mallinger á samtals 10 undir pari, hvor. Fjórða sætinu deila síðan Belginn Nicolas Colsaerts, Bandaríkjamaðurinn Scott Dunlap og forystumaður fyrsta dags, Ástralinn Nick O´Hern á samtals 9 undir pari, hver. Nokkrir góðir komust ekki í gegnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 20:30

Dagur bleika borðans víðar en á Íslandi

Á golfskyggni nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy gefur að finna orðið Jumeirah og hafa margir verið að velta því fyrir sér og spá í hvað það stendur fyrir? Jumeirah er hótelkeðjan sem á og rekur eitt dýrasta og 4. hæsta hótel í heimi: Burj al Arab, sem staðsett er í Dubai. Hótelið er 321 metra hátt eða meira en 4 sinnum hæð Hallgrímskirkju- turns. Á hótelinu, sem er eitt það íburðamesta í heimi, var dags bleika borðans minnst en hótelið „klæddist bleiku“ líkt og margir hér á Íslandi í dag. Jafnframt voru útbúnir sérstakir bleikir iPad-ar úr 24 karata gulli og seldir til þess að styrkja krabbameinsrannsóknir. Eins var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 19:00

Golfgrín á föstudegi

Maðurinn minn segir að ég verði að velja milli hans eða golfsins…. ég held ég muni sakna hans mikið! ——————————— Einn á ensku: ——————————— Ástríðukylfingur spyr spákonu að því hvort ekki séu golfvellir á himnum. „Ég er með góða og slæmar fréttir fyrir þig!“ sagði spákonan. „Góða fréttin er sú að golfvellirnir á himnum eru algjörlega himneskir; slæma fréttin er sú að þú átt rástíma þar, kl. 8:30 í fyrramálið!!!“ ——————————— Tveir kylfingar spila saman í rigningu og fremur hvössu veðri. Segir einn kylfingurinn við hinn: „Hugsaðu þér, konan mín bað mig virkilega að hjálpa sér í garðinum …. og það í þessu skítaveðri!!!“ _____________________ Fjórir menn spiluðu saman golf. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 17:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst spilar á Bank of Tennessee mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State spila nú um helgina á Bank of Tennessee @ Blackthorn mótinu, í Blackthorn Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee. Það eru 75 þátttakendur frá 13 háskólum í mótinu. Guðmundur er þegar þetta er skrifað búinn að spila 3 fyrstu holurnar í mótinu og er á sléttu pari. Golf 1 óskar Guðmundi Ágústi góðs gengis! Til þess að fylgjast með gangi mála hjá Guðmundi Ágúst og í Bank of Tennessee mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 17:30

LPGA: Suzann Pettersen á lægsta skorinu 64 – NY Choi leiðir þegar Sime Darby er hálfnað

Na Yeon Choi leiðir á Sime Darby mótinu í Malasíu þegar mótið er hálfnað. Hún er búinn að spila á samtals 10 undir pari. 132 höggum (65 67) sem er nákvæmlega sama skor og Ross Fisher er með á Portugal Masters, en hann leiðir líka hinum meginn á hnettinum þ.e. í Portúgal. Í 2. sæti á Sime Darby mótinu er bandaríski kylfingurinn Sydnee Michaels. Hún er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (69 65). Í 3. sæti er Suzann Pettersen, en hún var á lægsta skorinu í dag 64 höggum. Hún spilaði hreint klassagolf, fékk 7 fugla og 11 pör. Samtals er Suzann á 7 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Ross Fisher leiðir þegar Portugal Masters er hálfnað

Englendingurinn Ross Fisher leiðir á Portugal Masters þegar mótið er hálfnað. Ross er samtals búinn að leika á 10 undir pari, 132 högg (65 67).  Þrátt fyrir að hafa náð 1. sætinu  varð Fisher fyrir áfalli í dag þegar hann missteig sig á 1. teig og munaði minnstu að hann drægi sig úr mótinu.  En eftir að búið var að binda um fótinn ákvað Fisher að berjast áfram og þökk sé 22 feta arnarpútti á 17. flöt tókst honum að bæta skori upp á 67 við fyrra glæsiskorið sitt, 65 högg. Ross er kominn með 3 högga forystu á næstu menn: Skotann Stephen Gallacher og Austurríkismanninn Bernd Wiesberger Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á parinu eftir fyrri 9 á Ruth´s Chris Tar Heel

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest hófu í dag leik á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu. Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum.  Spilað er á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill í Norður-Karólínu. Þegar spilaðar hafa verið 9 holur er Ólafía Þórunn á sléttu pari og í 19. sæti. Hún er á besta skori liðs Wake Forest eftir 9 holur. Lið Wake Forest er sem stendur í 16. sæti. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis!!! Til þess að fylgjast með stöðunni á Ruth´s Chris Tar Heel SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 13:15

Justin Rose er sigurvegari Turkish Airlines World Golf Final – Vann Westwood 66-67

Það var Justin Rose sem hafði betur gegn landa sínum Lee Westwood 66 -67 í úrslitaleiknum á Turkish Airlines World Golf Final. Báðir spiluðu skollafrítt en Rose fékk bara einum fuglinum fleira eða alls 5, en Westwood 4. Justin Rose er nú 180 milljónum íslenskra króna ríkari og Lee Westwood verður að sætta sig við 120 milljónir fyrir 2. sætið.  Ansi dýr sem höggin í golfi geta verið og þessi tvö sem Westy hefði þurft til að vinna kostuðu hann 60 milljónir íslenskra!!! Það var aftur sama gamla sem var að há Westy, en púttin voru hreinlega ekki að detta hjá honum í dag þó hann hafi komið sér í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cristie Kerr – 12. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Cristie Kerr. Cristie er fædd 12. október 1977 og því 35 ára í dag. Hún er nr. 14 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má nýlega samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að. SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Freydís Ágústa Halldórsdóttir (51 árs) Reynir Línberg Send Reynir a message Dóróthea Jóhannesdóttir (18 ára) Todd Gibson (44 ára) Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 11:00

GA: Framkvæmdir við 2. flöt á Jaðrinum

Ný flöt á 2. braut (á Jaðarsvelli) er meðal framkvæmda haustið 2012.  Þær breytingar sem ráðist verður í eiga m.a. stuðla að eftirfarandi: 1. Rennsli leysingavatns í umhleypingum til að koma í veg fyrir klakamyndun á viðkvæmum svæðum, 2. Góðri dreifingu umferðar gangandi og akandi kylfinga til að fyrirbyggja að svörður rofni og slóðar myndist í nágrenni flatar, 3 Lengi hefur borið á leiktöfum á 2. braut, þar sem margir kylfingar þora ekki annað en að bíða með að slá annað höggið ef næsti ráshópur er enn á flöt, ef vera kynni að höggið heppnaðist fullkomlega og boltinn færi þess vegna alla leið inn á flöt. 4. Flötin stækkar eilítið, um 2-3 Lesa meira