Kristófer Orri, GKG. Mynd: Helga Björnsdóttir.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kristófer Orri Þórðarson og Páll Pálsson – 13. október 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru Kristófer Orri Þórðarson og Páll Pálsson. Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og er því 15 ára í dag. Kristófer Orri er í GKG, spilaði á Unglingamótaröð Arion banka í sumar og tók m.a. þátt í Lalandia Open í Danmörku nú nýverið.

Páll er fæddur 13. október 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!  Unnusta Páls heitir Anna Aradóttir.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (68 ára);  Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (67 ára);  Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (67 ára);  Gunnar Rafnsson, f. 13. október 1961  (51 árs); Guðmundur Júní Ágústsson, f. 13. október 1961 (51 árs);  Art from the Heart f. 13. október 1975 (37 ára); Gonzalo Fernández-Castaño, 13. október 1980 (32 ára); Kristín Inga, f. 13. október 1986 (26 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is