Hver er kylfingurinn: John Mallinger?
Þar til í gær höfðu fæstir, nema þeir sem fylgjast með flestu sem gerist í golfheiminum, heyrt um John Mallinger. Hann lék 2. hringinn á Frys.com Open mótinu á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum; fékk 1 örn, 7 fugla og 10 pör á hringum. En hver er kylfingurinn John Mallinger?
John Charles Mallinger fæddist 25. september 1979 í Escondido, Kaliforníu og er því nýorðin 33 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælisdag og spænski LPGA kylfingurinn Belen Mozo og bandaríska leikkonan Heather Locklear, sem líka spilar golf, einkum nú þegar kæresti hennar er einn sá færasti í íþróttinni af öllu leikaraliðinu í Hollywood, Jack Warner.
Það sem er sérstakt við Mallinger er að hann ferðast einu sinni á ári til Bahamas til þess að taka þátt í Mark Knowles Charity Tennis Invitational. Þar hjálpar hann góðum vini sínum Knowles, að safna fé fyrir góðgerðarmálefni sem góðgerðarstofnanir Bahamas eyja sinna m.a.the Cancer Society, the Sassoon (Bahamas) Foundation for Pediatric Heart Care og the Special Olympics, svo fáeinar séu nefndar. Eitt af því góða við Mallinger er að hann gefur tilbaka.
En aftur að Mallinger perónulega. Hann er sá yngsti af 4 systkinum. Hann útskrifaðist frá Escondido High School og hlaut BA gráðu sína í markaðsfræðum frá Californía State University, á Long Beach. Þar býr hann og spilar mestmegnis í Virgina Country Club ásamt félögum sínum, PGA leikmanninum John Merrick og fyrrum PGA Tour leikmanninum Peter Tomasulo, sem nú spilar á Web.com Tour.
Mallinger spilar sem stendur á PGA Tour, en hann gerðist atvinnumaður 2002. Hann á aðeins í beltinu 1 sigur sem atvinnumaður þ.e. á Callaway Golf Pebble Beach Invitational, árið 2010.
Mallinger sigraði 2005 á Q-school kanadíska PGA. Hann hlaut viðurnefnið „Monday Mally“ vegna þess að hann tók þátt í svo mörgum úrtökumótum til þess að hljóta keppnisrétt í mótum á Nationwide Tour (nú Web.com Tour). Svo fór að lokum að hann hlaut fullan keppnisrétt á Nationwide Tour árið 2006. Eftir eitt ár á þeirri mótaröð flaug hann í gegnum Q-school PGA og hlaut kortið sitt á PGA Tour 2007. Hann vann sér inn meira en $1,600,000 á PGA Tour árið 2007, varð í 2. sæti í samkeppni við Brandt Snedeker um nýliðatitilinn það ár. Hann varð í 91. sæti á peningalistanum 2008, rétt náði yfir $1 milljón í verðlaunafé og hélt kortinu sínu 2009 keppnistímabilið. Það ár átti hann annað gott ár varð m.a. T-3 á „fimmta risamótinu“ þ.e. The Players Championship og í 2. sæti á US Bank Championship í Milwaukee þar sem hann tapaði naumlega í umspili við Bo Van Pelt. Árið 2009 varð hann meðal efstu 50 á peningalistanum í fyrsta sinn.
Áður en hann komst á PGA Tour, spilaði Mallinger m.a. á NGA Hooters Tour, þar sem hann sigraði tvívegis.
Árið 2011 spilaði Mallinger aðeins í 15 mótum PGA Tour vegna þess að þá var hann aðeins kominn með takmarkaðan spilarétt eftir fremur dapurt ár 2010. Hann komst ekki í FedExCup umspilið og spilaði á Nationwide Tour mestallan tímann. Hann hélt þó spilarétti sínum á PGA Tour með því að verða í 14. sæti á peningalista Nationwide Tour, þrátt fyrir að spila aðeins í 9 mótum; en hann varð 6 sinnum í röð meðal 10 efstu.
Í ár er helsta afrek Mallinger á PGA Tour að hafa orðið í 2. sæti á Humana Challenge en þar var hann 2 höggum á eftir sigurvegaranum Mark Wilson. Þetta var 2. skiptið sem Mallinger hefir orðið í 2. sæti á PGA Tour og þetta er besti árangur hans til þessa.
Kannski að það breytist á sunnudaginn n.k. og Mallinger vinni loks fyrsta sigur sinn á PGA Tour eftir 6 löng sigurlaus ár á mótaröðinni?
Ef áhugi er á að fræðast meir um John Mallinger má t.d. skoða heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024