Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 23:59

PGA: Mallinger enn í forystu fyrir lokahringinn á Frys.com Open

Bandaríkjamaðurinn John Mallinger er enn í forystu fyrir lokahringinn á Frys.com Open.

Mallinger er samtals búinn á spila á 15 undir pari, 198 höggum (66 62 70).  Hann hefir aðeins 2 högga forystu á Svíann Jonas Blixt, sem er í 2. sæti.

Blixt er samtals búinn að leika á 13 undir pari, samtals 200 höggum (66 68 66).

Bandaríkjamennirnir Jason Kokrak og Charles Howell III eru síðan í 3. sæti, báðir á samtals 12 undir pari, 201 höggi, hvor.

Það er fróðlegt að vita hvort Mallinger takist að halda út á og krækja sér í fyrsta sigur sinn á morgun,  eftir 6 ár sigurleysis á PGA Tour?

Til þess að sjá stöðuna á Frys.com Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: