John Mallinger
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 17:20

PGA: Frá blaðamannafundi John Mallinger sem leiðir þegar Frys.com Open er hálfnað – var á 62 glæsihöggum!!!

Á eftir hringinn glæsilega hjá John Mallinger upp á 62 högg á golfvelli CordeValle golfklúbbsins í San Martin, Kaliforníu, þar sem Frys.com Open fer fram var haldinn blaðamannafundur með John Mallinger, þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna.  Hér fara spurningar blaðamanna og svör heimamannsins John Mallinger að loknum glæsihrings hans:

Blaðafulltrúi PGA Tour: Við bjóðum velkominn John Mallinger. Þú ert kominn í samtals 14 undir par í dag (í gær). Þetta var heldur betur góður endir þarna á seinni 9, 30 högg. Geturðu talað um hvað var það sem kom þér af stað og síðan tökum við nokkrar spurningar.

JOHN MALLINGER: Ég hugsa að það hafi líklega verið örninn á 15. braut. Ég átti gott högg með 5-tré u.þ.b. 10 fet (3 metra) frá stöng og setti niður frábært pútt. Síðan sló ég nálægt stöng á 17. og þurfti bara rétt að snerta hann til að setja niður og á 18 setti ég niður frábært 4, 5 metra pútt.

Blaðafulltrúi PGA Tour: Enginn skolli þessa vikuna?

JOHN MALLINGER: Tölum bara ekki um það.

Blaðafulltrúi PGA Tour:(Hlægjandi) Tölum um púttin þín. Við töuðum um það fyrir utan að völlurinn henti þér vel.

JOHN MALLINGER: Já, þetta er sama grasið og ég æfi á heima. Tilfinningin á hraða flattanna er bara þægileg. Ég hugsa vel þegar ég stend yfir púttunum og það gengur ekki upp í hverri viku. Vonandi get ég nýtt mér það og haldið áram svona um helgina.

Blaðafulltrúi PGA Tour: Einhverjar spurningar, byrja þú Karen.

Sp:  Þú talaðir um að þetta væri einn af þessum töfradögum.  Á einu keppnistímabili hveru marga hringi áttu sem þú skilgreinir sem töfrahringi?

JOHN MALLINGER: Nú, þetta er aðeins í 2. sinn sem ég hef verið á 62 höggum í 7 ár.  Í hvert sinn sem hægt er að ná þessu svona lágu þá er bara allt sem smellur. Drævin voru frábær, járnaspilið var frábært og ég var að pútta vel. En til að svara spurningunni svona einu sinni á ári. Vonandi oftar

Sp. Þegar þú átt hring sem þennan spyrðu sjálfan þig að því: af hverju get ég ekki átt svona hringi oftar?

JOHN MALLINGER: Ég reyni bara að muna hvernig ég hugsa og hvernig ég spila og bara reyni að endurtaka það þegar ég er aftur í sömu stöðu.  Venjulega er maður ekki að hugsa mikið. Maður er bara að spila og endar á 62. Þetta er bara einn af þessum dögum þar sem allt smellur og maður bara flýtur með.

Sp. Drævið fyrir höggið með 5-trénu á 15. braut var aðeins styttra en hjá þeim sem þú spilaðir við. Var það með vilja? Varstu að leggja upp?

JOHN MALLINGER: Nei, þeir slógu bara lengra en ég geri. (Hlægjandi) En hann var á braut. Þeir voru í sandglompunum. Þetta var bara betra svona.

Sp. . Þér líkaði við stöðu þína þarna?

JOHN MALLINGER: Já þetta var góður kafli fyrir mig. Ég elska að slá með þessari kylfu á flöt, það var svo frábært. Ég bara sló með sjálfsöryggi.

Sp. Þú vinnur með þjálfara sem leggur áherslu á ferlið.

JOHN MALLINGER: Uh? Huh.

Sp.  Hversu auðvelt er það fyrir þig að halda ferlinu?  Ég er viss um að þú villt sigra , þú villt sjá stöðuna eða er það meira að þér þykir gaman að öllu golfferlinu.

JOHN MALLINGER:  Veistu þetta er erfitt. Ég hef verið þarna úti í 6 ár og hef ekki unnið enn. Ég hef komið nálægt því nokkrum sinnum; tapað í umspili og verið nokkrum sinnum í 3. sæti.  Ef ég held mér  bara við ferlið og held áfram að gera það sem ég geri get ég gert hvað sem er gegn hinum. Ég get aðeins spilað eins vel og ég get. Ég myndi gjarnan vilja segja eitthvað annað, en það er ekkert annað. Það snýst allt bara um að trúa á sjálfan sig.  Vonandi verð ég með sama góða hugarfarið um helgina.

Sp. Er áskorunin að halda sama hugarfarinu eins og á fimmtudaginn og föstudaginn á laugardag og sunnudag? Hvað er svona erfitt við helgina? Þetta er enn sami völllur; þú ert enn með sömu hugsanirnar.

JOHN MALLINGER: Yeah, þú veist það nú, augljóslega hugsa ég að stangarstaðan verði aðeins öðruvísi á laugardag, sunnudag. Aðeins pressan af því að vera í stöðunni og að þurfa að gera allt rétt. Mér finnst ég vera ansi nálægt þessu. Ég held ekki að ég væri svona ofarlega á skortöflunni ef ég væri það ekki. Ég fer ekki inn í helgina hræddur. Ég ætla að spila eins vel og ég get og keppa eins og ég get. bviously I think the pins might be a little bit different Saturday, Sunday. Usually a little tougher on Sunday. Just the pressure of being in that situation and handling it correctly.

Sp. Meðal áhugamála þinna eru bílar, er það réttt?

JOHN MALLINGER: Svolítið. En ekkert á við Hunter Mahan. Mér líkar bara við bíla.

Sp. Þannig að það verður ekkert á við Bubba, þ.e.a.s. að þú ætlir þér að kaupa bíl ef þú vinnur mót?

JOHN MALLINGER: Nei, nei, ekkert svoleiðis.

Sp. Stutt spurning um Patrick (Cantley). Sérðu einhvern mun á honum eftir að hann varð atvinnumaður?

JOHN MALLINGER: Alls ekki. Þetta er nokkuð sem hefir heillað mig mest. Fyrir 19 ára? eða 20?ára gamlan kylfing, þá er hann með athafnir 30? ára gamals kylfings. Maður sér það ekki oft, sérstaklega hjá þeim sem koma úr háskóla.  Ég hef verið mikið í kringum hann og æft með honum. Hegðun hans og hvernig hann kemur fram er ótrúlegt. Ég efast ekkert um að hann muni ná langt í golfinu verði þar í langan tíma.

Sp. Hvað heldur þú að hann hafi lært af þér og hvað hefir þú lært af honum. ?

JOHN MALLINGER: Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir hversu mikið mér líkar að keppa í boðtennis eða í litlum púttkeppnum. Ég hugsa að honum líki að vera með mér vegna þess að það vekur upp samkeppnina í honum. Vonandi hefir hann lært eitthvað. Hann hefir verið með okkur 3 eða 4 sem erum á túrnum þannig að ég held að hann hafi lært eitthvað. Hann er virkilega góður svampur. Hann sýgur allt upp í sig og það sem virkar fyrir hann heldur hann þannig að….

Sp. Getur það smitað út frá sér á reyndari kylfing eins og þig?

JOHN MALLINGER: Jamm. Það er margt sem ég get lært af honum. Hann er frábær kylfingur. Hann er frábær í slættinum. Ég er bara svo heillaður af því framkomunni. Veistu, skollar hafa engin áhrif á hann. Kannski finnst honum eins og hann fái bara fugl á næstu þrjár – við sjáum bara til.

Blaðafulltrúi PGA Tour: Þakka þér, John. Gangi þér vel um helgina.

JOHN MALLINGER: Takk fyrir.

Heimild: PGA Tour