Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2012 | 09:00

Golfútbúnaður: FJ Sport Spikeless golfskór

Footjoy FJ Sport Spikeless golfskórnir er 2. kynslóð hinna vinsælu FJ Sport golfskóa, sem margir af helstu stjörnum PGA mótaraðarinnar kjósa að vera í þ.á.m. Rory McIlroy, Adam Scott og Matteo Mannassero.

Footjoy golfskór

Þeim hjá Footjoy fannst að jafnvel þó street eða takkalausir skór hafi næstum yfirtekið golfskóa markaðinn þá vantaði enn takkalausa skó sem skiluðu hámarks árangri. Því voru FJ Sport skórnir hannaðir með það að markmiði að skapa létta, vatnshelda, íþróttamannslega, sveigjanlega og endingagóða skó, með takkalausum ytri sóla sem hægt væri að vera í jafnt innan sem utan vallar.

Hægt er að fá nýju golfskóna í hvítu/bláu, hvítum lit eða hvítum/appelsíugulum lit (hægt er að fá mun fleiri liti í Bandaríkjunum) með vinsæla Sport stælnum. Footjoy hefir trú á því að FJ Sport Spikeless muni höfða til þeirra kylfinga sem eru að leita að tæknilega framúrstefnulegum skó sem er með þægindi takkalausra skóa.

Russell Lawes hjá Footjoy hafði eftirfarandi að segja um skóna:

„Hönnunarteymi okkar hefir skilað verki sínu frábærlega og hannað tæknilega háklassa, straumlínulagaðan og nýtískulegan skó sem lítur vel út og skilar hámarks árangri. Ég hef fyllstu trú á að nýjasta viðbótin, takkalausu FJ skórnir munu halda á lofti orðspori okkar um að við blöndum saman unglegu, íþróttamannslegu útliti við það besta í nýjustu tækni sem saman skilar árangri þeim árangri sem FJ skórnir eru þekktir fyrir.“

Mikil vinna hefir farið í hönnun á nýja takkalausa útsólanum.  Sólinn er hannaður til að vera slitþolinn, sveigjanlegur og skila framúrskarandi árangri. Við þessu er bætt því sem einkennir FJ, ytri TPU Heel Stabiliser.  Hann er líka í upprunalegu FJ Sport golfskónum, en hann veitir auka stöðugleika og stuðning  ásamt  the Athletic Mesh lining og svokölluðu Moulded Fit-Bed á innsólanum.

Efri hlutinn er að mestu sá sami og í upprunalegu FJ Sport skónum en ný Forefoot FlexZone hefir verið bætt við 2013 FJ Sport Spikeless golfskóna, en hann veitir framúrskarandi sveigjanleika.  Táhluti skónna er rúnnaður  en fóturinn situr grynnra og hælhlutinn er þrengri.

Ef raða á FJ Sport Spikeless 2013 golfskónum innan línu FJ þá er hann nokkurs konar sambland hins stöðuga XPS-1 módels (sem sjá má myndskeið aff með því að SMELLA HÉR: ) og léttu lífstílsskónna Contour Casual. (Sjá mynd hér að neðan).

Footjoy Contour Casual