Birgir Leifur fer út kl. 13:55 að íslenskum tíma í Madison – Mississippi
Birgir Leifur hefur 2. hring á úrtökumótinu fyrir PGA í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi í dag (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: ) Í gær lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 69 höggum og er T-23, þ.e. deilir 23. sætinu með 14 öðrum kylfingum. Það eru 16 efstu og þeir sem jafnir eru í 16. sæti sem komast á fram á næsta stig úrtökumótsins. Birgir Leifur er sem stendur aðeins 2 höggum á eftir þeim hóp, þ.e. þarf að vinna upp 2 högg í dag. Birgir Leifur á rástíma kl. 8:55 að staðartíma (kl. 13:55 að íslenskum tíma) og fer út af 10. teig. Golf1 óskar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og golflið University of San Francisco í 5. sæti á Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið USF tóku nú um helgina þátt í Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate, sem fór fram í The Classic Club/Troon Golf Palm Desert, í Kaliforníu, 13. – 14. október s.l. Þátttakendur voru 104 frá 19 háskólum. Eygló Myrra spilaði á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (78 76 75 ) og fór úr 30. sæti sem hún var í eftir fyrri daginn í einstaklingskeppninni í 25. sætið. Golflið University of San Francisco lauk keppni í 5. sæti í liðakeppninni. Þetta er síðasta mót sem Eygló Myrra spilar á í haust með golfliði University of San Francisco. Næsta mót hjá golfliði USF verður ekki fyrr en 17.-18. febrúar 2013; Lesa meira
Trump hótar málaferlum verði af vindorkuveri undan ströndum Menie golfstaðar hans
Lögmenn Donald Trump hafa varað við því að hann sé líklegur til þess að höfða mál nema skoska stjórnin láti fara fram opinbera rannsókn á fyrirhuguðu vindorkuveri rétt undan ströndu frá Menie golfstað hans í Aberdeenshire. Bandaríski billjónamæringurinn stendur í deilum við forsætisráðherra Skotlands Alex Salmond um 11 túrbínu orkuver, sem reisa á nálægt golfstað hans í Aberdeenshire. Golfstaðurinn sem Trump hefir varið £10 milljónum punda í, Menie Estate völlurinn, opnaði dyr sínar í júlí á þessu ári, 2012, en öll plön um byggingu hótels og villuhverfis hefir verið frestað þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um vindorkuverið. Ráðherrar í stjórn Skotlands eiga enn eftir að ákveða hvort túrbínurnar í the European Lesa meira
Af ósamlyndi Lincicome og Kim – eiga golfstjörnur yfirleitt að vera að tvíta?
Brittany Lincicome var í vondu skapi vegna tafa á Sime Darby mótinu í Malasíu vegna veðurs og lét skapið bitna á Twitter. Þar sá Christina Kim til skrifana bað hana að hafa sig hæga þar sem margar vildu vera í hennar sporum og spila á mótinu, hún ætti bara að vera þakklát og ánægð var boðskapurinn. Britt rausaði eitthvað um tjáningafrelsi og sleit sambandinu við Christinu Kim og annan kylfing sem tjáði sig eitthvað um þetta, Duncan French, á Twitter. Eitthvað á þessa leið er fréttin sem íslenskir golffréttamiðlar voru duglegir að greina lesendum sínum frá. Samskipti stjarnanna á frummálinu voru á þessa leið: Brittany: Golf is SOOO dang frustrating Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel, Haraldur Magnús og Mississippi State urðu í 7. sæti í Jerry Pate mótinu
Þeir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR luku keppni ásamt golfliði Mississippi State á Jerry Pate National Intercollegiate mótinu, í gær. Mótið fór fram dagana 15.-16. október á golfvelli Old Overton Club í Vestavia Hills, Alabama og þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum. Axel lauk keppni í 19. sæti, sem hann deildi ásamt 5 öðrum. Hann var á samtals 10 yfir pari, 220 höggum (71 74 75). Axel var á 1.-2. besta skori í liði Mississippi State. Haraldur Franklín var á samtals 14 yfir pari, 224 höggum (74 75 75 ) og á 4. besta skorinu í liði Mississippi State og taldi skor hans þar af leiðandi. Haraldur Franklín lauk Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Arnór Tumi og Stefán Teitur – 16. október 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Arnór Tumi Finnsson, GB og Stefán Teitur Þórðarson, GL. Þeir eiga báðir sama afmælisdag upp á ár; báðir fæddir 16. október 1996 og því báðir 16 ára í dag. Arnór Tumi sigraði m.a. í ár þ.e. 12. maí 2012,á hinu árlega Kríumóti Golfklúbbs Staðarsveitar á Garðavelli undir Jökli. Golf 1 hefir nýlega tekið viðtal við hinn afmæliskylfinginn, Stefán Teit, sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á Facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnór Tumi Finnsson (16 ára) Stefán Teitur Þórðarson (16 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. Lesa meira
Birgir Leifur á 69 höggum á 1. degi í Mississippi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur í nú lokið 1. hring á úrtökumótinu fyrir PGA Tour, í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: ) Úrtökumótið stendur dagana 16.-19. október 2012. Birgir Leifur lék 1. hring á 1 undir pari, 69 höggum , en löturhægt gengur hjá þeim í Mississippi að uppfæra skorin. Á hringnum fékk Birgir Leifur örn, 3 fugla og 4 skolla. Hann er jafn 14 öðrum í 23. sæti eftir 1. dag. Glæsilegur árangur hjá Birgi Leif!!! Tvöfaldur risamótsmeistari Angel Cabrera, sem þátt tekur í mótinu spilaði á 2 yfir pari, 72 höggum í dag, en í efsta sæti er Tommy Medina á Lesa meira
Charl Schwartzel telur breytinga þörf á Forsetabikarnum
Charl Schwartzel er þeirrar skoðunar að gera þurfi breytingar á Forsetabikarnum til þess að gera keppnina meira spennandi. „Það eru nokkrir hlutir sem þurfa að breytast til þess að Forsetabikarinn verði meira sérstakur,“ sagði Schwartzel í þessari viku. „Alþjóðaliðið þarf að byrja að ….. vinna aðeins fleiri leiki.“ Forsetabikarinn fer fram annað hvert ár, þ.e.a.s á árum sem Ryder bikar keppnin fer ekki fram. Þar keppir lið Bandaríkjamanna gegn Alþjóðaliðinu að undanskildu kylfingum frá Evrópu. Í þeim 9 keppnum, sem farið hafa fram frá upphafi, hefir Alþjóðaliðinu aðeins tekist að sigra 1 sinni og það hefir náð 1 jafntefli. „Það er þörf breytinga á leikforminu, þannig að Alþjóðaliðið komi aðeins Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk í 6. sæti eftir fyrri dag St. Leo Invitational
Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hóf í gær leik á St. Leo Invitational, í Flórída. Mótið er 2 daga fer fram dagana 15.-16. október í Lake Jovita Golf and Country Club. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur eru 76 frá 14 háskólum en auk St. Leo Lions, golfliðs Rögnu Bjarkar, taka þátt 13 önnur háskólalið frá: Tampa, Eckerd, Florida Tech, Barry, Florida Southern, Florida Southern B, Flagler, Lynn, Columbus State, Mount Olive, Nova Southeastern, Webber International, and Johnson & Wales. Ragna Björk spilaði á 74 höggum fyrri daginn og er í 6. sæti í einstaklingskeppninni. Hún er 1.-2. besta skori St. Leo Lions Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Lady Falcons í 10. sæti eftir fyrri dag Patsy Rendleman Invitational
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari og púttmeistari GA 2012 og í Lady Falcon golfliði Pfeiffer háskólans lék fyrsta hring á Patsy Rendleman Invitational í gær. Þátttakendur eru 87 frá 16 háskólum. Mótið fer fram í Salisburg, Norður-Karólínu. Þetta er tveggja daga mót en leikið er dagana 15.-16. október 2012. Spilað er í Country Club of Salisbury, á par-71 golfvelli klúbbsins, hönnuðum af Donald Ross. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Í gær lék Stefanía Kristín á 89 höggum og er sem stendur í 71. sæti í einstaklingskeppninni. Hún er á 4. besta skori liðs síns og telur það því. Lady Falcons eru í 10. sæti í liðakeppninni eftir 1. Lesa meira








