Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 11:15

Birgir Leifur fer út kl. 13:55 að íslenskum tíma í Madison – Mississippi

Birgir Leifur hefur 2. hring á úrtökumótinu fyrir PGA í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi í dag (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: )

Í gær lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 69 höggum og er T-23, þ.e. deilir 23. sætinu með 14 öðrum kylfingum.

Það eru 16 efstu og þeir sem jafnir eru í 16. sæti sem komast á fram á næsta stig úrtökumótsins.  Birgir Leifur er sem stendur aðeins 2 höggum á eftir þeim hóp, þ.e. þarf að vinna upp 2 högg í dag.

Birgir Leifur á rástíma kl. 8:55 að staðartíma (kl. 13:55 að íslenskum tíma) og fer út af 10. teig.

Golf1 óskar Birgi Leif góðs gengis í dag!!!

Til þess að fylgjast með Birgi Leif og stöðunni á 2. degi í Lake Carolina Golf Club í Madison, Mississippi SMELLIÐ HÉR: