Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2012 | 20:15

Birgir Leifur á 69 höggum á 1. degi í Mississippi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur í nú lokið 1. hring á úrtökumótinu fyrir PGA Tour, í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: )

Úrtökumótið stendur dagana 16.-19. október 2012.

Birgir Leifur lék 1. hring á 1 undir pari, 69 höggum , en löturhægt gengur hjá þeim í Mississippi að uppfæra skorin. Á hringnum fékk Birgir Leifur örn, 3 fugla og 4 skolla.  Hann er jafn 14 öðrum í 23. sæti eftir 1. dag. Glæsilegur árangur hjá Birgi Leif!!!

Tvöfaldur risamótsmeistari Angel Cabrera, sem þátt tekur í mótinu spilaði á 2 yfir pari, 72 höggum í dag, en í efsta sæti er Tommy Medina á 63 höggum og öðru sætinu deila fimm kylfingar sem allir komu í hús á 5 undir pari, 65 höggum í dag;  Frakkinn Romain Wattel, sem spilar á Evróputúrnum og hins vegar Marcus Manley, frá Flórída, sem m.a. spilaði í ár á eGolf Professional Tour, þeirri mótaröð sem m.a. Ólafur Björn Loftsson, NK, reyndi fyrir sér í, áður en hann tók þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour, í ár. Aðrir sem einnig spiluðu á 5 undir pari, 65 höggum eru: Andrew Roque, frá Kaliforníu; Anthony Rodriguez frá Texas og Eric Onesi, frá Delaware.

Hér má sjá mynd af þeim sem er T-2 sem stendur, Romain Wattel, ásamt Lexi Thompson þegar þau unnu Orange Bowl í Flórída 2010, en myndin er tekin fyrir framan Biltmore hótelið í Coral Gables, Flórída. Romain Wattel spilar nú á Evrópumótaröðinni.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á úrtökumótinu í Madison, Mississippi SMELLIÐ HÉR: