Birgir Leifur að hefja 1. hring í Madison – Mississippi
Klukkan er 14:55 og nákvæmlega núna er Birgir Leifur að tía upp í Madison, Mississippi og hefja 1. hringinn á úrtökumótinu fyrir PGA Tour. Í holli með Birgi Leif eru Blake Moore frá Denver, Colorado og Harry Rudolph, frá LaJolla, Kaliforínu. Til þess að fylgjast með stöðu SMELLIÐ HÉR:
Golfútbúnaður: Kramski-barnapútterar
Þýski púttersframleiðandinn Kramski frá Pforzheim (Puttersmiede Kramski Pforzheim) er kominn fram með nýja pútter-línu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára HPP 300 Junior-Serie. Pútterarnir eru allir með Mallet-hönnun og sagt er að þeir gefi háklassa „stærri bræðrum“ sínum í Kramski High Precision Putter-Serie (HPP), ekkert eftir. Eini munurinn er e.t.v. hversu litaglaðir barnapútterarnir eru en þeir fást í bláum lit, ljósbláum, bleikum, fjólubláum og rauðum með barnagripum í stærðum JXS og JS og reynt er að ná því fram að krakkarnir hafi gaman að golfinu. Það sérstaka við þessa barnapútera er að lengd skafta og þyngd púttershöfuðanna er hægt að laga að vexti barnsins þ.e. lengja og þyngja eftir því sem barnið Lesa meira
Phil Mickelson tókst að vippa fyrir $ 50.000 til styrktar góðgerðarmálum
Phil Mickelson reyndi í gær að vippa fyrir $ 1.000.000,- á Chip4Charity uppákomunni, sem var í hálfleik San Diego Chargers og Denver Broncos í bandaríska fótboltanum í gær í QUALCOMM Stadium í San Diego, Kaliforníu. Phil þurfti að setja golfbolta 5 fet (1,5 metra) frá stöng sem var í 100 yarda (91,5 metra) fjarlægð. Létt verk fyrir svona mikinn golfsnilling? Í stuttu máli tókst ætlunaverkið ekki, en Phil sem notað 56° fleygjárn sló yfir skotmarkið og púuðu áhorfendur á Phil. Hann getur þó huggað sig við það að einungis fyrir að koma þarna fram fá First Book góðgerðarsamtökin, sem styrkja efnaminni börn til náms (þ.e. bókarkaupa) $ 50.000, sem smá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 2. sæti á Susie Maxwell Berning Classic mótinu eftir 1. dag
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik 2012 og í Bobcats golfliði Texas State hóf í gær leik á hinu 3 daga Susie Maxwell Berning Classic móti í Oklahoma. Mótið stendur dagana 15.-17. október 2012. Spilað er í Jimmie Austin OU Golf Club í Norman, Oklahoma. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Valdís Þóra lék fyrsta hring í gær á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 27. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag. Valdís Þóra fékk 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba á hringum. Hún er á 3.-4. besta skori í liði sínu og telur skor hennar því. Bobcats golflið Texas State og Valdísar Þóru deilir 2. sætinu Lesa meira
Birgir Leifur hefur keppni á úrtökumóti fyrir PGA í Madison, Mississippi í dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur í dag keppni í úrtökumóti fyrir PGA Tour, í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: ) Úrtökumótið stendur dagana 16.-19. október 2012 Nokkra athygli vekur að tvöfaldi risamótsmeistarinn argentínski (Opna bandaríska 2007 og the Masters 2009) Angel Cabrera tekur þátt í úrtökumótinu. Birgir Leifur á rástíma kl. 9:55 að staðartíma (þ.e. kl. 14:55 að íslenskum tíma). Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis! Til þess að sjá þátttökulistann á úrtökumótinu í Madison, Mississippi SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Ian Poulter kylfingur septembermánaðar
Ian Poulter er kylfingur september mánaðar á Evrópumótaröðinni og vegur þar þyngst frábær frammistaða hans í Ryder Cup sigri liðs Evrópu í Medinah í Chicago í síðasta mánuði. Hann vann ásamt Rory McIlroy lífsnauðsynlegan sigur í fjórboltaleik, sem hélt lífi í sigurvonum Evrópu og sigraði síðan tvímenningsleik sinn s.s. frægt er orðið gegn Webb Simpson. Hann hlaut yfirburðakosningu þeirra sem stóðu að vali kylfings septembermánaðar á Evrópumótaröðinni Poulter hlaut að viðurkenningu ágrafinn disk og 3 lítra Moët & Chandon kampavínsflösku. Poulter sagði: „Ég er ánægður að hafa verið valinn The Race to Dubai kylfingur mánaðarins; vikan í Medinah var svo sannarlega ótrúleg og nokkuð sem ég mun ávallt halda í hávegum. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel á besta skori Mississippi State á Jerry Pate National Intercollegiate mótinu eftir 1. dag
Þeir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR keppa, dagana 15.-16. október ásamt golfliði Mississippi State á Jerry Pate National Intercollegiate mótinu. Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum og spilað er á golfvelli Old Overton Club í Vestavia Hills, Alabama. Axel er á besta skorinu í liði Mississippi State spilaði hringina 2 í gær, fyrri dag mótsins, á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (71 74). Eftir fyrri hringinn var Axel í 7. sætinu í mótinu en óljóst er á þessari stundu í hvaða sæti hann lendir því nokkrir eiga eftir að ljúka leik. Ljóst er þó að hann er á efri fjórðungi skortöflunnar Haraldur Franklín var á samtals 9 yfir Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eygló Myrra Óskarsdóttir – 15. október 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO. Ólafía Þórunn á stórafmæli í dag er fædd 15. október í Reykjavík 1992 og því 20 ára í dag!!! Eygló Myrra hins vegar fæddist 15. október 1991, í Óðinsvéum, Danmörku. Báðar stunda þær nám í Bandaríkjunum og spila með golfliðum skóla sinna, Ólafía Þórunn með Wake Forest í Norður-Karólínu og Eygló Myrra með University of San Francisco í Kaliforníu. Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Eygló Myrra Óskarsdóttir Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Earl Richard Stewart, Jr. (f. Lesa meira
PGA: Allra augu á efstu 125 á peningalistanum
Það er kunnugra en frá þurfi að segja að 125 efstu á peningalista PGA Tour hljóta kortin sín fyrir næsta keppnistímabil. Því er það svo að í lok hvers tímabils er spennandi að fylgjast með þeim sem er í 125. sæti þ.e. síðasta manni inni sem heldur keppnisrétti sínum á PGA Tour og þeim sem eru rétt fyrir ofan og neðan 125. sætið. Í hverju PGA Tour mótinu á fætur öðru, síðla á keppnistímabilinu stíga allt í einu fram frekar óþekkt nöfn og spila golf lífs síns, því það er jú lífsspursmál að halda sér í einhverju af efstu 125 sætunum. Fyrir Frys.com Open mótið sem lauk í San Martin Lesa meira
LPGA: Inbee Park aðeins ein af 5 sem sigrað hefir í 2 mótum eða fleirum á LPGA 2012
Hin 24 ára Inbee Park frá Suður-Kóreu vann það glæsilega afrek í gær að sigra á Sime Darby mótinu í Malasíu. Hún hafði betur gegn löndu sinni Na Yeon Choi, sem búin var að leiða allt mótið. Þetta er 2. sigur Inbee Park á þessu ári á móti sem LPGA stendur að, en í sumar sigraði hún á Evían Masters. Hún er aðeins ein af 5 kylfingum á LPGA í ár sem sigrað hafa oftar en 1 sinni í móti á vegum LPGA. Hinar sem unnið hafa 2 mót eða fleiri á LPGA í ár eru: Yani Tseng, Stacy Lewis, Ai Miyazato og Jijay Shin. Ekki amalegt að tilheyra þessum Lesa meira










