PGA: John Daly reynir enn að bjarga 2013 kortinu sínu á PGA Tour
John Daly spilar í dag á The McGladrey Classic á Seaside golfvellinum í Georgía í tilraun til að bjarga kortinu sínu fyrir 2013 keppnistímabil PGA Tour. Mikill tími er ekki aflögu til að gera svo því þetta mót er 3. síðasta opinbera mót keppnistímabilsins. Töfratalan er 125 þ.e. 125. sætið á peningalista PGA Tour en í því sæti situr sem stendur Billy Mayfair (með $ 612.361 verðlaunafé). Daly er í 141. sæti (með $488,505 í verðlaunafé) og getur náð sér á strik með góðri frammistöðu í mótinu þar sem heildarverðlaunafé er $ 4 milljónir. Seaside golfvöllurinn er par-70 og 6.451 metra að lengd. Sá sem á titil að verja í mótinu Lesa meira
Tiger og Rory spila á Abu Dhabi HSBC Championship í stað Humana Challenge í ársbyrjun 2013
Olíuaurar Mið-Austurlanda heilla! A.m.k. hafa tveir af toppkylfingum heims, Tiger Woods og Rory McIlroy tilkynnt að þeir muni spila í Abu Dhabi HSBC Championship 2013 á Evrópumótaröðinni. Það er í sömu viku og Humana Challenge í samstarfi við the Clinton Foundation í La Quinta fer fram. Ástæður þess að Tiger tók ekki þátt var í upphafi ferilsins var einhver stirðleiki við mótshaldara bandaríska mótsins, sem þá hét Bob Hope Classic, en síðar þegar úr því leystist hentaði mótið Tiger einfaldlega ekki – því hann vildi ekki spila í 5 daga móti á 4 mismunandi golfvöllum með einhverjum stórstjörnum og áhugamönum – hann var einfaldlega of mikill einvaldur á vellinum þá. Og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 7. sæti á Susie Maxwell Berning Classic mótinu
Valdís Þóra Jónsdóttir, klúbbmeistari GL 2012, Íslandsmeistari í höggleik 2012 og í Bobcats golfliði Texas State lauk í gær leik á hinu 3 daga Susie Maxwell Berning Classic móti í Oklahoma. Mótið stóð dagana 15.-17. október 2012. Spilað var í Jimmie Austin OU Golf Club í Norman, Oklahoma. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Valdís Þóra lék samtals á 13 yfir pari, 229 höggum (74 84 71). Hún var á 4. besta skorinu í liði sínu og taldi það því. Bobcats golflið Texas State og Valdísar Þóru varð í 7. sæti í liðakeppninni ásamt Coastal Carolina (gamla háskólanum hans Dustin Johnson). Næsta mót Valdísar Þóru og Texas State er Alamo Lesa meira
Paul Casey horfir á björtu hliðarnar
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er ISPS Handa Perth International, sem hefst í dag og fer fram á golfvelli Lake Karrinyup klúbbsins, í Perth, Vestur-Ástralíu. Ef þetta hefði verið árið 2009 hefði Paul Casey verið meðal þeirra, sem taldir hefðu verið sigurstranglegastir – hann var þá nr. 3 á heimslistanum og þeir tveir sem voru í sætunum á undan voru Tiger Woods og Phil Mickelson. Í gær voru markmið hins 35 ára Casey, sem tók þátt í Pro-Am hluta mótsins í Lake Karrinyup, þau sömu. „Ég vil bara koma hingað og standa mig vel og gefa mér tækifæri til að sigra á sunnudaginn. En ég ætla ekki að gera mikið úr Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els – 17. október 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 43 ára í dag. Hann vann stærsta sigur sinn á golfvellinum í ár þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 . Golf 1 hefir nýlega verið með 7 greina kynningu á afmæliskylfingnum sem lesa má með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
Birgir Leifur á 71 höggi á 2. degi úrtökumóts fyrir PGA Tour í Madison, Mississippi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir nú lokið 2. hring á úrtökumóti fyrir PGA Tour, í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: ) Úrtökumótið stendur dagana 16.-19. október 2012. Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 140 höggum (69 71) og er því á sléttu pari eftir fyrstu 2 daga. Í dag byrjaði hann á 10. teig og byrjaði vel því hann fékk fugl á 10. braut. Síðan gekk ekki vel – það kom slæmur kafli; tveir skollar, á 13. og 14. braut, afleitur skrambi á 15. braut og skolli á 18. braut. Á seinni 9 hjá Birgi Leif (fyrri 9 á vellinum) Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk og St. Leo Lions luku leik í 4. sæti á St. Leo Inv.
Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions lauk í gær keppni á St. Leo Invitational, í Flórída. Mótið var 2 daga og fór fram dagana 15.-16. október í Lake Jovita Golf and Country Club. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur voru 76 frá 14 háskólum en auk St. Leo Lions, golfliðs Rögnu Bjarkar, tóku þátt 13 önnur háskólalið frá: Tampa, Eckerd, Florida Tech, Barry, Florida Southern, Florida Southern B, Flagler, Lynn, Columbus State, Mount Olive, Nova Southeastern, Webber International, and Johnson & Wales. Ragna Björk spilaði samtals á 155 höggum (74 81) og lauk keppni í 19. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deildi með 2 Lesa meira
Yani Tseng í lægð og á engin svör við því af hverju?
Nú hafa liðið 5 mánuðir án þess að Yani Tseng hafi verið meðal efstu 10 á móti. (Til þess að fræðast nánar um Yani Tseng, sem er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna SMELLIÐ HÉR:) Sextán hringir hafa verið spilaðir af hennar hálfu án þess að hún brjóti 70. Frá því í apríl hefir meðaltalsskor hennar verið 74,3. Tölurnar benda til leikmanns sem er í hræðilegri lægð og það er enn meira sjokkerandi þegar sá leikmaður er nr. 1 á heimslista kvenna. Yani Tseng á engin svör við því af hverju hún er í lægð. „Ég hugsa að það sé bara partur af alvöru lífsins þegar maður fer niður og síðan Lesa meira
GS: Herrakvöld GS 2012 verður haldið 9. nóvember n.k.
Hið árlega Herrakvöld Golfklúbbs Suðurnesja verður haldið föstudaginn 9.nóvember n.k í golfskálanum í Leiru. Gunnar Páll Rúnarsson mun reiða fram hið marg rómaða sjávarréttarhlaðborð. Happdrætti með glæsilegum vinningum og uppboð verða á sínum stað. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00. Hægt er að panta miða í síma 846-0666 eða á gtj@gs.is Herrar í GS eru hvattir til að fjölmenna á þetta skemmtilega kvöld!!!
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Lady Falcons luku leik í 10. sæti á Patsy Rendleman Inv.
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari og púttmeistari GA 2012 og í Lady Falcon golfliði Pfeiffer háskólans lauk keppni á Patsy Rendleman Invitational í gær. Þátttakendur voru 87 frá 16 háskólum. Mótið fór fram í Salisburg, Norður-Karólínu. Þetta var tveggja daga mót en leikið er dagana 15.-16. október 2012. Spilað var í Country Club of Salisbury, á par-71 golfvelli klúbbsins, hönnuðum af Donald Ross. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Stefanía Kristín spilaði á samtals á 172 höggum (89 83) og bætti sig um 6 högg milli hringja. Það hafði það í för með sér að hún fór upp um 14 sæti á skortöflunni var í 71. sæti í einstaklingskeppninni Lesa meira









