Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2012 | 15:15

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Lady Falcons í 10. sæti eftir fyrri dag Patsy Rendleman Invitational

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari og púttmeistari GA 2012 og í Lady Falcon golfliði Pfeiffer háskólans lék fyrsta hring á Patsy Rendleman Invitational í gær. Þátttakendur eru 87 frá 16 háskólum.

Mótið fer fram í Salisburg, Norður-Karólínu.  Þetta er tveggja daga mót en leikið er dagana 15.-16. október 2012.

Spilað er í Country Club of Salisbury, á par-71 golfvelli klúbbsins, hönnuðum af Donald Ross. Sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Í gær lék Stefanía Kristín á 89 höggum og er sem stendur í 71. sæti í einstaklingskeppninni. Hún er á 4. besta skori liðs síns og telur það því. Lady Falcons eru í 10. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu góðs gengis í mótinu!

Sjá má stöðuna í Patsy Rendleman Invitational eftir fyrri dag með því að SMELLA HÉR: