Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 08:00

Trump hótar málaferlum verði af vindorkuveri undan ströndum Menie golfstaðar hans

Lögmenn Donald Trump hafa varað við því að hann sé líklegur til þess að höfða mál nema skoska stjórnin láti fara fram opinbera rannsókn á fyrirhuguðu vindorkuveri rétt undan ströndu frá Menie golfstað hans í Aberdeenshire.

Bandaríski billjónamæringurinn stendur í deilum við forsætisráðherra Skotlands Alex Salmond um 11 túrbínu orkuver, sem reisa á nálægt golfstað hans í Aberdeenshire.

Golfstaðurinn sem Trump hefir varið £10 milljónum punda í, Menie Estate völlurinn, opnaði dyr sínar í júlí á þessu ári, 2012, en öll plön um byggingu hótels og villuhverfis hefir verið frestað þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um vindorkuverið.

Ráðherrar í stjórn Skotlands eiga enn eftir að ákveða hvort túrbínurnar í the European Offshore Wind Development Centre (EOWDC), muni verða staðsettae 0,6 mílur frá golfstað Trump í Aberdeenshire.

Lögmenn Trump í Skotlandi, en í forsvari fyrir þá er Ann Faulds, eigandi lögmannsstofunnar Dundas and Wilson í Edinburgh hafa farið fram á opinbera rannsókn á fyrirhuguðu vindorkuveri.  Í bréfaskriftum sínum til Marine Scotland og fleiri aðila heldur Faulds m.a. fram f.h. skjólstæðings síns að brotið sé á lögmætum væntingum hans (ens.: legitimate expectations)  en hann hafi verið í góðri trú um að framkvæmdir hans við byggingu hótels og íbúðarhúsa yrðu ekki hindraðar vegna ósamræmanlegra notkunar á nágrannaeign.

Talsmaður skosku stjórnarinnar hafði eftirfarandi um málið að segja: „Ákvörðun um hvort fram fer opinber rannsókn er í höndum skoskra ráðherra og verður tekin eftir að öll efnisatriði af verið athuguð sem máli skipta. Öll málsskjöl frá Trump verða skoðuð eftir því sem málinu vindur fram.“

Heimild: The Scottish Herald