Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 07:00

Af ósamlyndi Lincicome og Kim – eiga golfstjörnur yfirleitt að vera að tvíta?

Brittany Lincicome var í vondu skapi vegna tafa á Sime Darby mótinu í Malasíu vegna veðurs og lét skapið bitna á Twitter. Þar sá Christina Kim til skrifana bað hana að hafa sig hæga þar sem margar vildu vera í hennar sporum og spila á mótinu, hún ætti bara að vera þakklát og ánægð var boðskapurinn. Britt rausaði eitthvað um tjáningafrelsi og sleit sambandinu við Christinu Kim og annan kylfing sem tjáði sig eitthvað um þetta, Duncan French,  á Twitter.

T.v.: Brittany Lincicome T.h: Christina Kim

Eitthvað á þessa leið er fréttin sem íslenskir golffréttamiðlar voru duglegir að greina lesendum sínum frá.

Samskipti stjarnanna á frummálinu voru á þessa leið:

Brittany: Golf is SOOO dang frustrating 🙁 Can’t wait for the year to be over!!!!!!!!!!!

(Lausleg ísl. þýðing: Golf er svo pirrandi 🙁 Get ekki beðið eftir að árið líði!!!!!!!!!!)

Brittany:  Rain rain go away!!!!! Actually if it stays around I won’t have to play anymore!!!!! 🙂

(Lausleg ísl. þýðing: Rigning farðu í burtu!!!!! Reyndar ef hún verður áfram þarf ég ekkert að spila meira !!!!!! 🙂

Duncan French:  @Brittany1golf you no you don’t have to play tournaments if you don’t want to Britt?? No ones forcing you to be there !!

(Lausleg ísl. þýðing: þú veist þú þarft ekkert að spila á mótum ef þú vilt það ekki Britt?? Enginn neyðir þig til að vera þarna!!)

ChristinaKim; @Brittany1golf whoa, easy with the Tone! I’m just saying there are people that would love to play, and it wouldn’t hurt to remember that  Lausleg ísl. þýðing: Vó, gættu að tóninum! Ég er bara að segja að það sé fólk sem myndi elska að spila þarna og það skaðaði ekkert að muna eftir því

Brittany:  @Teamfrench23 @TheChristinaKim geez guys calm the hell down!!!! If you don’t like what I say STOP following me

(Lausleg þýðing: Til French og Kim: slappið af!!!! Ef ykkur líkar ekki það sem ég segi HÆTTIÐ að fylgja mér.)

Lincicome hefir sagt að hún hafi bara verið þreytt og vonsvikin vegna þess að hún var ekki að spila eftir bestu getu, hún hafi ekki ætlað að móðga neinn eða láta virðast sem hún væri óþakklát.

Þvílík FRÉTT!!!!  Skiptir hinn almenna kylfing ekki gríðarlegu máli að vita þegar stórstjörnur sem keppa í mótum eru fúlar vegna veðurs, líkt og við hin? Og að það valdi tvít-vinaslitum að benda viðkomandi á að vera ekki svona pirraður?

Það má með jákvæðu hugarfari læra ýmislegt af þessu sem viðkemur mannlegri hlið stórstjarna – sem þegar öllu er á botninn hvolft eru ekki svo ólíkar okkur …. en það er líka einfaldlega hægt að sleppa þessu.

A.m.k. hefir þetta litla atvik, sem ekki breytir svo miklu um gangi himintuglanna, vakið upp umræðu um hvort stórstjörnur golfsins ættu yfirleitt að vera að tvíta og opinbera þar með allt mögulegt í andartaksfrústration, sem þær kunna e.t.v. að sjá eftir síðar.

Fréttamenn Golf Channel virðast allir á einu máli þegar kemur að því að taka afstöðu til þessa:  Ryan Lavner benti á svipað nýlegt tilvik þar sem Luke Donald var fúll yfir breytingum sem golfvallarhönnuðurinn Gil Hanse hafði gert á golfvelli sem hann var að spila á – tvítaði óatkvæðisorð um hönnuðinn og síðan líka afsökunarbeiðni- og allur heimur frétti af.  Ryan Lawner finnst að golfstjörnurnar eigi endilega að tvíta, en e.t.v. að lesa tvisar áður en þær senda skilaboðin. Hvað Lincicome og Kim viðkemur finnst honum allt tvít þeirra bera vott um barnaskap og kattarslag.

Jason Sobel finnst að golfstjörnurnar eigi undantekningarlaust að tvíta vegna þess að það færi þær nær aðdáendum sínum. Í þessu tilviki: Vill einhver vera nálægt Lincicome og Kim?

Randall Mell sagði m.a. að tvít stórstjarna í golfi væru í raun ekkert öðruvísi en blaðamannafundir – allt væri opinbert og gæta yrði varúðar hvað væri tvítað.

Rex Hoggard sagði að þó okkur líkaði ekki alltaf það sem við yrðum vör við væri ekki hægt að kenna samfélgsmiðlum um – þeir hefðu veitt mikla innsýn inn í líf og afstöðu kylfinga t.a.m. á borð við Ian Poulter sem er mjög duglegur að tvíta, Stewart Cink og nú …. Lincicome og Kim.

Svona samandregið þá virðist enginn fréttamannanna 4 hafa neitt á móti því að stórstjörnur tvíti – þvert á móti finnst þeim það fræðandi og ef ekki vill betur til hin ágætasta skemmtun.

Heimild (að hluta): Golf Channel