Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 20:55

Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2012

Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór er fæddur 20. október 1967 og er því 45 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Kristján Þór er kvæntur Helgu Loftsdóttur.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristján Þór Kristjánsson (45 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (58 ára);  David Lynn, 20. október 1973 (39 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (32 ára);  Danielle Kang, 20. október 1992 (20 ára stórafmæli!!!) (Sjá nýlega grein Golf 1 um Danielle Kang með því að SMELLA HÉR: ) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 20:00

GS: Dagur Ebenezersson og Haukur Armín Úlfarsson sigruðu á haustmótaröð GS og Bílahótel nr. 2 í dag

Það voru um 110 kylfingar sem tóku þátt í haustmótaröð GS og Bílahótels í dag í köldu en fallegu haustveðri.  Þetta er 2. mótið í haustmótaröðinni. Leikformið var bæði punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Á besta skorinu í höggleiknum var Dagur Ebenezersson, úr Golfklúbbnum Keili (GK). Dagur lék á  3 undir pari, 69 glæsihöggum!!!! Frábært hjá Degi!!!  Dagur fékk 5 fugla (á 1.; 9., 11.; 15. og 16. braut) og 2 skolla (á 3. og 18. braut). Í punktakeppninni sigraði Haukur Armín Úlfarsson, í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Hann var á 43 frábærum punktum!!! Úrslit að öðru leyti í punktakeppninni urðu eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 16:45

Dagatal Paulu Creamer 2013 komið út í Japan

Það er kominn þessi tími ársins:  Dagatal Paulu Creamer er komið út í Golf Digest Japan. Paula býr til nýtt dagatal fyrir GDJ á hverju ári og það er bara til sölu í Japan. Einnig er hægt að nálgast eintak á eBay.  Einnig er ef heppnin er með hægt að finna eintök hjá öðrum seljendum. Ef þið getið lesið japönsku  SMELLIÐ HÉR:   (ef ekki smellið líka til að skoða myndir 🙂

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 14:00

LPGA: Suzann Pettersen í forystu fyrir lokahring Hana Bank Championship

Suzann Pettersen er enn í forystu fyrir lokahring Hana Bank Championship. Suzann er samtals búin að spila á 13 undir pari, 131 höggi (63 68) og hefir 5 högga forskot á þá sem næst kemur, So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. So Yeon Ryu er búin að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (66 70). Í 3. sæti er síðan landa Ryu, Se Ri Pak, sem hún deilir með þeim Yani Tseng og þýska W-7 módelinu fyrrverandi Söndru Gal. Lexi Thompson er síðan T-6 ásamt 3 öðrum.  Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Hana Bank Championship  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 11:15

Evróputúrinn: Boo Van Pelt leiðir eftir 3. dag í Perth

Það er Bandaríkjamaðurinn Boo Van Pelt sem leiðir eftir 3. hring á ISPS handa Perth International. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er landi Van Pelt, Jason Dufner á 11 undir pari og enn öðru höggi  á eftir er forystumaður gærdagsins, Argentínumaðurinn, Emiliano Grillo. Til þess að skoða stöðuna eftir 3. hring  ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:                               

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 07:00

Birgir Leifur komst áfram!!! Lék lokahringinn í Mississippi á 69 og varð í 16. sæti!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, afrekskylfingur úr GKG, er kominn áfram á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA Tour!!! Frábært hjá Birgi Leif – Innilega til hamingju!!! Birgir Leifur hélt þesssu spennandi alla 3 fyrstu daga úrtökumótsins, en hann var alltaf 2-3 höggum frá því að vera í hóp þeirra 16, sem komast áttu á 2. stig úrtökumótsins. Þar til nú í gær. Þá spilaði Birgir Leifur á 69 höggum. Hann byrjaði á 1. teig og byrjaði mjög vel; fékk fugla á 2. og 5. flöt. Og velgengnin hélt áfram Birgir Leifur var með fugla á 10. og 12. flöt og allt útlit fyrir að stefnan „go low“ væri að skila sér – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 06:30

PGA: Arjun Atwal efstur þegar McGladrey Classic er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Indverjinn Arjun Atwal, sem er efstur á McGladrey Classic mótinu á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu þegar mótið er hálfnað.  Þessi 39 ára Indverji er fyrsti kylfingurinn, fæddur á Indlandi, til að sigra á PGA Tour (það var á Wyndham Championship 2010). Spurning hvort hann endurtaki leikinn í ár? Atwal lék 2. hring á 7 undir pari, 63 glæsihöggum og fékk 8 fugla og 1 skolla. Samtals er hann búinn að spila á 10 undir pari, 130 höggum (67 63). Öðru sætinu deila Ryder Cup-erarnir Jim Furyk og sjálfur fyrirliðinn og gestgjafi mótsins Davis Love III á samtals 9 undir pari, hvor, aðeins 1 höggi á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Louis Oosthuizen og Sara Margrét Hinriksdóttir – 19. október 2012

Það eru Louis Oosthuizen og  Sara Margrét Hinriksdóttir sem eru  afmæliskylfingar dagsins. Sara Margrét er fædd 19. október 1996 og er því 16 ára í dag. Hún er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili og í afreksmannahóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni. Sara Margrét tók m.a. þátt í Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl s.l. og í European Young Masters í Ungverjalandi. Sara Margrét lék á Unglingamótaröð Arion banka s.l. sumar með góðum árangri m.a. varð hún í 2. sæti á Skaganum í 1. móti mótaraðarinnar;  hún varð í 3. sæti á Þverárvelli á 2. móti mótarðarinnar; í 4. sæti á 3. mótinu að Korpu; í 2. sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (25. grein af 34): Elena Giraud

Franski kylfingurinn Elena Giraud  er ein af 7 stúlkum sem varð í 9. sæti í Q-school í La Manga fyrr á árinu. Búið er að kynna 5 kylfinga, í dag verður Elena kynnt og síðan að síðustu verður Maria Beautell frá Spáni kynnt á morgun. Eftir það á aðeins eftir að kynna þær 8 stúlkur sem urðu í efstu sætunum. Elena Marie Giraud fæddist í Frakklandi 8. janúar 1986 og er því 26 ára. Hún býr í París. Giraud byrjaði að spila golf 2 ára þegar hún fór á golfvöllinn með pabba sínum. Þjálfari hennar í dag er Emmanuel Ducret. Golfklúbburinn sem hún er félagi í, heima í Frakklandi Mont Griffon. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 13:45

LPGA: Suzann Pettersen í efsta sæti eftir 1. dag LPGA KEB Hana Bank Championship

Fyrr í morgun hófst á Ocean golfvelli Sky 72 golfklúbbsins í Incheon í Suður-Kóreu LPGA KEB Hana Bank Championship. Eftir 1. dag er Susann Pettersen frá Noregi í 1. sæti – kom í hús í dag á 9 undir pari, glæsilegum 63 höggum.  Á hringnum fékk Susann ekki einn einasta skolla – aðeins 9 fugla og 9 pör – þar af fékk hún 6 fugla á seinni 9.  Skorið hennar í morgun var vallarmet en hún setti eitt slíkt á Sime Darby mótinu fyrir viku síðan, þá 64 högg. Eftir hringinn góða sagði Pettersen m.a.: „Mér finnst bara eins og ég hafi nokkra lága hringi í mér í augnablikinu.“ Reyndar eru Lesa meira