Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Louis Oosthuizen og Sara Margrét Hinriksdóttir – 19. október 2012

Það eru Louis Oosthuizen og  Sara Margrét Hinriksdóttir sem eru  afmæliskylfingar dagsins. Sara Margrét er fædd 19. október 1996 og er því 16 ára í dag. Hún er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili og í afreksmannahóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni. Sara Margrét tók m.a. þátt í Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl s.l. og í European Young Masters í Ungverjalandi.

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Sara Margrét lék á Unglingamótaröð Arion banka s.l. sumar með góðum árangri m.a. varð hún í 2. sæti á Skaganum í 1. móti mótaraðarinnar;  hún varð í 3. sæti á Þverárvelli á 2. móti mótarðarinnar; í 4. sæti á 3. mótinu að Korpu; í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik (4. mótinu í Kiðjaberginu); Sara Margrét varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni (í Þorlákshöfn) og loks varð hún í 2. sæti á lokamótinu á Urriðavelli.

F.v.: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: http://eym.hungolf.hu/photos/team_photos_2012

Sara Margrét varð í A-sveit Keilis 18 ára og yngri stúlkna sem sigraði í sveitakeppni GSÍ í Þorlákshöfn.

Íslandsmeistarar í A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ 2012 í stúlknaflokki. F.v.: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og liggjandi fyrir framan Saga Ísafold Arnarsdóttir. Mynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Eins spilaði Sara Margrét  á 2 mótum á Eimskipsmótaröðinni varð  í 21. sæti af konunum á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, þ. 27. maí s.l. sem er frábær árangur hjá 15 ára telpu og í 9. sæti af konunum á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu í Grafarholtinu.

Jafnframt tók Sara Margrét þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ og var í liði landsbyggðarinnar sem tapaði fyrir Höfuðborgarliðinu í KPMG bikarnum.

Komast má á facebooksíðu Söru Margrétar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Sara Margrét Hinriksdóttir (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Einnig verður að geta þess sérstaklega að suður-afríski golfsnillingurinn Louis Oosthuizen á afmæli í dag, en hann er fæddur 19. október 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!! Oosthuizen sigraði m.a., s.s. allir muna á Opna breska 2010.

Louis Oosthuizen

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Dawn Coe-Jones, 19. október 1960 (52 ára);  Brian H Henninger, 19. október 1963 (49 ára);  Jamie Donaldson, 19. október 1975 (37 ára) ….. og …..

Gaukur Kormáks (42 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is