Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2012
Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og er því 22 ára í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012 og spilar sem stendur í bandaríska háskólagolfinu með Faulkner háskóla. Næsta mót sem Hrafn og félagar í Faulkner spila í er MGCCC Holiday Inn Fall Invitational í Gulfport, Mississippi, þann 28. október n.k. þ.e. nákvæmlega eftir viku. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (22 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil hefja leik á Millsaps College Invitational
Theodór Emil Karlsson, klúbbmeistari GKJ 2012 og Ari Magnússon, GKG, sem báðir spila með golfliði The University of Arkansas at Monticello hefja í dag leik á Millsaps College Invitational. Mótið er 3 daga og stendur 21. – 23. október og fer fram í Madison, Mississippi, í sama golfklúbbi og Birgir Leifur varð svo glæsilega meðal 16 efstu og kom sér á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA Tour; Lake Caroline. Golf 1 óskar þeim Theodór Emil og Ara góðs gengis í mótinu!
Er Sandra Gal „heitasti“ kvenkylfingurinn?
Nú nýlega valdi Golf Digest þýska, fyrrverandi W-7 módelið, Söndru Gal, sem spilar á LPGA (og varð m.a. í 5. sæti á LPGA KEB Hana Bank Championship í Suður-Kóreu í dag 🙂 ) heitasta kvenkylfinginn. Ýmsir golffréttamiðlar standa með reglulegu millibili fyrir samkeppni af þessu tagi og gildir þá einu hvort valinn er „heitasti“ kvenkylfingurinn eða kynþokkafyllsti karlkylfingurinn. Oft er það svo að lesendur fá að velja í atkvæðagreiðslu á netinu, en svo var ekki i þessu óformlega vali Golf Digest. Því hefir Edward nokkur Jnaro tekið sér stílvopn í hönd, óánægður með val Golf Digest og hvernig að kosningunni var staðið. Hann bendir a.m.k. á 5 kvenkylfinga sem að Lesa meira
18 atriði sem eru jákvæð við golf (1. hluti af 6)
Maður að nafni David Owen hefir tekið saman lista um 18 atriði sem eru jákvæð varðandi golf. Listinn birtist í Golf Digest. Hér fer fyrsti hlutinn í lauslegri þýðingu: 1. Golf er bara leikur. Leikir gera ekkert til að leysa vanda heimsins, en þeir gera vandann ekki verri heldur. Það er meira en hægt er að segja um margt af því sem fólk ver tíma sínum í að gera. 2. Grundvöllur golfleiks er heiðarleikinn. Þetta er eina atvinnumannsíþróttin þar sem ætlast er til að leikmenn víti sjálfa sig … sem þeir gera oft líka. Þó eru líka til atvinnumenn sem reyna að sneiða hjá vítum á sjálfa sig eða reyna jafnvel Lesa meira
Evróputúrinn: Greg Chalmers um muninn á áströlskum og bandarískum ungkylfingum
Nú er nýlokið á Lake Karrinyup golfvellinum í Perth, Vestur-Ástralíu, ISPS Handa Perth International mótið, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Greg Chalmers var einn af „heimamönnunum“ sem kepptu og nældi sér í 10. sætið, sem var besti árangur ástralskra kylfinga í mótinu. Chalmers lék á samtals 7 undir pari (68 73 69 71). Chalmers er auk þess einn af mest áhugaverðu kylfingunum á Túrnum og í nýlegu viðtali talaði hann m.a. um það hvernig væri að vera í forystu snemma í móti og muninn á áströlskum og bandarískum ungkylfingum í því sambandi. „Ég held að þetta sé eitt af því erfiðasta fyrir flest fólk (þ.e. að vera í forystu snemma í Lesa meira
Evróputúrinn: Boo Van Pelt sigraði í Perth
Það var Bandaríkjamaðurinn Boo Van Pelt sem sigraði á ISPS Handa Perth International nú fyrir skemmstu. Van Pelt spilaði á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 67 67 68). Hann spilaði lokahringinn af nokkru öryggi fékk 6 fugla og 2 skolla. Tveimur höggum á eftir Van Pelt varð landi hans, Ryder Cup liðsmaðurinn 2012 Jason Dufner á samtals 14 undir pari, 274 höggum (71 67 67 69). Spánverjinn Alejandro Cañizares varð síðan í 3. sæti á 11 undir pari 277 höggum (65 73 71 68). Í 4. sæti varð Nýsjálendingurinn Michael Hendry á samtals 9 undir pari. Fimmta sætinu deildu síðan 5 kylfingar: Paul Casey, sem virðist vera að ná sér Lesa meira
Fegurðardrottning meðal keppenda á Ladies Indonesia Open – Kongkapan Patcharatchuta sigraði
Í gær lauk í Jakarta Ladies Indonesia Open, en það mót var það 9. á Ladies Asian Golf Tour og það kvennagolfmót með mesta verðlaunaféð í Suðaustur-Asíu, eða $ 30.000. Mótið hófst á fimmtudaginn og eftir 1. dag var indverski atvinnukylfingurinn Smriti Mehra í forystu s.s. Golf 1 greindi frá SJÁ HÉR: Eftir 2. dag mótsins leiddi áhugamaður frá Malasíu, Kelly Tan og í mótinu sigraði síðan kylfingur frá Thaílandi í gær: Kongkapan Patcharatchuta; var á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 70 68). Til þess að sjá úrslitin á Ladies Indonesia Open SMELLIÐ HÉR: Meðal þekktra stjarna Asíu, sem þátt tók í mótinu, var sigurvegarinn í Ungfrú Indónesiu, 2012, indónesíska Lesa meira
LPGA: Suzann Pettersen sigraði á Hana Bank Championship eftir 3 holu bráðabana við Catrionu Matthew
Það voru norska frænka okkar Suzann Pettersen og Catriona Matthew frá Skotlandi sem voru efstar og jafnar eftir 72 spilaðar holur á Ocean golfvelli, Sky 72 golfklúbbsins, í Incheon, í Suður-Kóreu á LPGA KEB Hana Bank Championship. (Til þess að komast á heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR: (aðeins fyrir þá sem tala kóreönsku) en fyrir þá sem vilja sjá góða yfirlitsmynd af vellinum, sem er einn af hönnunargimsteinum Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus SMELLIÐ HÉR: ) Báðar voru þær á samtals 11 undir pari, 205 höggum; Suzann (63 68 74) og Catriona (68 70 67). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var 18. holan spiluð 3 sinnum. Í tveimur Lesa meira
PGA: Davis Love III og Jim Furyk efstir á McGladrey Classic fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. hrings
Það eru Davis Love III fyrirliði liðs Bandaríkjamanna í Ryder Cup og maðurinn með skrýtnu sveifluna Jim Furyk eru í efsta sæti á McGladrey Classic mótinu, sem fram fer á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu. Báðir eru þeir á samtals 13 undir pari, 197 höggum; Love III (65 66 66) og Furyk (66 65 66). Davis Love III er e.t.v. kominn of neðarlega fyrir sinn smekk á peningalistann (104. sætið) en með sigri myndi hann koma sér í 55. sætið og þar með endurnýja kortið sitt á PGA Tour fyrir 2013 keppnistímabilið. Af hverju Jim Furyk er að taka þátt í þessu móti er óljósara – hann er í Lesa meira
Af týndum golfboltum í Arizona og snákum með magapínu
Í Arizona er e.t.v. best að sætta sig við það þegar golfboltar týnast. Það er betra að taka víti og halda áfram…. Ekki fara að leita utan „röffsins“ í kjarragróðri, í sandinum og innan um kaktusa. Það eru ástæður fyrir að ekki er farið að leita að boltanum innan um kaktusana sérstaklega þegar það er þurrt og steikjandi hiti. Ástæðurnar má sjá í myndaseríunni hér að neðan: Heimild: The kokopelligolfstance








