Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 14:00

LPGA: Suzann Pettersen í forystu fyrir lokahring Hana Bank Championship

Suzann Pettersen er enn í forystu fyrir lokahring Hana Bank Championship. Suzann er samtals búin að spila á 13 undir pari, 131 höggi (63 68) og hefir 5 högga forskot á þá sem næst kemur, So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu.

So Yeon Ryu er búin að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (66 70).

Í 3. sæti er síðan landa Ryu, Se Ri Pak, sem hún deilir með þeim Yani Tseng og þýska W-7 módelinu fyrrverandi Söndru Gal.

Lexi Thompson er síðan T-6 ásamt 3 öðrum.  Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Hana Bank Championship  SMELLIÐ HÉR: