Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 11:00

Birgir Leifur fer út kl. 13:35 að íslenskum tíma í Mississippi

Birgir Leifur Hafþórsson, afrekskylfingur úr GKG, hefur leik kl. 8:35 að staðartíma í Lake Caroline Golf Club, í Madison, Mississippi sem er kl. 13: 35 að íslenskum tíma.  (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins  SMELLIÐ HÉR: ) Hann hefur 4. hring sinn á 1. teig. Með honum í holli eru  Chang Song og Ryan Brehm. Sá sem á rástíma 10 mínútum á undan Birgi Leif (að vísu af 10. teig) er Angel Cabrera frá Argentínu, tvöfaldur risamótsmeistari. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis í dag en hann þarf á virkilega góðum hring að halda til að tryggja sig áfram!!! Til þess að fylgjast með stöðunni á úrtökumóti PGA í Mississippi SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 10:15

Evróputúrinn: Grillo leiðir þegar ISPS Handa Perth International er hálfnað

Argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo hefir tekið forystuna á ISPS Handa Perth International þegar mótið er hálfnað. Grillo er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). „Mér fannst ég vera að slá betur í gær en í dag, en 2 ernir og það að ég setti beint niður úr sandglompu hjálpuðu mikið upp á skorið í dag,“ sagði Grillo m.a. eftir hringinn. I Í 2. sæti eru ástralski kylfingurinn Jason Scrievner og bandaríski kylfingurinn Boo van Pelt 4 höggum á eftir á samtals 7 undir pari, 129 höggum, hvor. Paul Casey deilir sem stendur 23. sætinu ásamt 7 öðrum eftir slakan hring upp á 75 högg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 08:45

Tiger er enn verðmætasti íþróttamaðurinn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er enn verðmætasti íþróttamaður heims og er með traust grip á þeirri stöðu. Forbes Magazine greindi verðmæti íþrótta eftir 4 flokkum: íþróttamönnum, íþróttaliðum, íþróttaviðburðum og íþrótta fyrirtæki og birti í gær. Tiger er langefstur af íþróttamönnunum og er með metið markaðsvirði upp á $38 milljónir, jafnvel þó það hafi lækkað úr $ 82 milljónur 2010 og úr $ 55 milljónum, 2011. Hjá Forbes kom ennfremur fram að tekjur hans hefðu snarminkað vegna þess að hann „missti marga styrktaraðila í eftirleik framhjáhalds hans og eftirfarandi skilnaðar“ auk þess sem „golfvallarhönnunarverkefni hans hafa gengið illa.“ Svissneski tennissnillingurinn Roger Federer er í 2. sæti með markaðsvirði upp á $ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 07:30

Uppáhalds YouTube Golf myndskeiðin

Golf Digest hefir tekið saman samsafn golfmyndskeiða af YouTube og birt nokkur þeirra bestu, sem þeir segja að séu í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þar gefur m.a. að líta konu sem slær á par-3 braut og fer næstum því, með áherslu á næstum því holu í höggi. Gott fyrir þá sem þekkja þá ergilegu tilfinningu! Í öðru myndskeiði gefur að líta 10 flottustu geðvonskuköstin á golfvellinum – enn öðru stríðsgolf, tennisgolf, minigolf og ekki missa af myndskeiðinu af 400 yarda par-3 holunni á Legend golfvellinum í Limpopo í Suður-Afríku, sem Pádraig Harrington reynir við eða því þegar David Coulthard reynir að grípa golfbolta sem sleginn er með kappakstursbílnum sínum – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 07:00

Smriti Mehra leiðir á Ladies Indonesian Open

Indverski kylfingurinn Smriti Mehra er í fyrsta sæti eftir 1. dag Ladies Indonesia Open, lék á 3 undir pari vallar, 69 höggum. Verðlaunafé í mótinu er $200.000. Neha Tripathi (75) er T-26, Vani Kapoor (76) er í 35. sæti og Saaniya Sharma (78) var T-49 í  Palm Hill Golf Club á 9. móti þessa árs á Ladies Asian Golf Tour (LAGT). Allt eru þær indverskir kylfingar. Þátttakendur í  The Ladies Indonesia Open eru  84 . Mótið er 54 hola og enginn niðurskurður. Þetta er það mót þar sem verðlaunafé er hvað hæst í Suðaustur-Asíu en vinningshafinn hlýtur verðlaunatékka upp á $ 30.000 (u.þ.b. 3.6 milljónir íslenskra króna). Thidapa Suwannapura og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 23:45

PGA: Bud Cauley og Marco Dawson leiða á McGladreys – hápunktar 1.dags

Það eru Bud Cauley og Marco Dawson, sem leiða eftir 1. dag The McGladreys Classic mótsins, sem hófst á Sea Island í Georgíu í dag. Báðir léku þeir á 8 undir pari, 62 glæsihöggum!!! Cauley fékk 8 fugla á skollalausum hring og Dawson fékk 9 fugla og 1 skolla. Boo Weekley, Rod Pampling og Greg Owen deila 3. sætinu á 64 höggum, hver.  Davis Love III Ryder bikars fyrirliði Bandaríkjanna og Camilo Villegas eru síðan tveir af 9 kylfingum sem deila 6. sætinu á 5 undir pari 65 höggum, hver. John Daly er í 87. sæti ásamt 12 öðrum kylfingum á sléttu pari, 70 höggum. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 23:15

Birgir Leifur í 27. sæti eftir 3. dag úrtöku- mótsins í Mississippi – lék á 68 í dag!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir nú lokið 3. hring á úrtökumóti fyrir PGA Tour, í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins  SMELLIÐ HÉR: ) Úrtökumótið stendur dagana 16.-19. október 2012. Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 208 höggum (69 71 68) og er því á 2 undir pari eftir 3. dag úrtökumótsins.  Hann fékk 3 fugla og 1 skolla í dag. Birgir Leifur deilir 27. sætinu sem stendur með David Suggs frá Flórída. Það eru þeir sem eru í 16. sæti eða jafnir í 16. sæti, sem komast á næsta stig úrtökumótsins og sem stendur verður Birgir Leifur að vinna upp 3 högg því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 23:00

Evróputúrinn: Cañizares og Hendry í forystu eftir 1. dag í Perth

Alejandro Cañizares frá Spáni og Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi deila forystu á ISPS Handa Perth International, en mótið hófst í dag í Perth í Ástralíu. „Þetta var góður hringur“ sagði Cañizares m.a. eftir hringinn góða þar sem han fékk 7 fugla í skollafríum hring, „ég var að slá virkilega vel og setti niður nokkur pútt þannig að ég er virkilega ánægður.“ Cañizares og Hendry léku báðir á 7 undir pari, 65 höggum. Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Emiliano Grillo frá Argentínu. Englendingarnir Paul Casey og Andrew Johnston deila 4. sætinu á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa Perth Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nick O´Hern – 18. október 2012

Það er Nick O´Hern sem er afmæliskylfingur dagsins. O´Hern fæddist 18. október 1971 í Perth, Ástralíu og er því 41 árs í dag. Hann komst í fréttirnar fyrir nákvæmlega viku síðan þegar hann leiddi eftir 1. hring Frys.com Open á 62 höggum 11. október 2012.  Nick ver afmælisdeginum með því að spila á McGladreys mótinu á Sea Island í Georgíu. O´Hern gerðist atvinnumaður 1994 og hefir sigrað 5 sinnum þar af 2 sinnum á PGA Ástralasíu túrnum.  Sem stendur spilar hann á 3 mótaröðum PGA Tour, Evróputúrnum og PGA Ástralasíutúrnum.  Besti árangur O´Hern í risamótum er T-6 árangur á Opna bandaríska 2006. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2012 | 16:30

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (24. grein af 34): Sahra Hassan

Hér verður fram haldið stuttum kynningum á þeim stúlkum sem komust í gegnum Q-school LET í La Manga fyrr á árinu.  Enn á eftir að kynna 3 af 7 stúlkum  sem deildu 9. sætinu; Liebelei Lawrence, Kendall R. Dye, Charlotte Ellis og Jennie Y Lee hafa þegar verið kynntar og í dag verður Sahra Hassan kynnt og á næstu dögum þær tvær sem þá er enn eftir að kynna þær Elenu Giraud frá Frakklandi og Maríu Beautell frá Spáni. Sahra Hassan er frá Wales. Hún fæddist í Newport í Wales, 13. nóvember 1987 og er því 24 ára.  Þegar Sahra var aðeins 2 ára fóru hún og systur hennar oft Lesa meira