Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2012 | 06:30

PGA: Arjun Atwal efstur þegar McGladrey Classic er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Indverjinn Arjun Atwal, sem er efstur á McGladrey Classic mótinu á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu þegar mótið er hálfnað.  Þessi 39 ára Indverji er fyrsti kylfingurinn, fæddur á Indlandi, til að sigra á PGA Tour (það var á Wyndham Championship 2010). Spurning hvort hann endurtaki leikinn í ár?

Atwal lék 2. hring á 7 undir pari, 63 glæsihöggum og fékk 8 fugla og 1 skolla. Samtals er hann búinn að spila á 10 undir pari, 130 höggum (67 63).

Öðru sætinu deila Ryder Cup-erarnir Jim Furyk og sjálfur fyrirliðinn og gestgjafi mótsins Davis Love III á samtals 9 undir pari, hvor, aðeins 1 höggi á eftir Arjun Atwal.

Enn öðru höggi á eftir á samtals 8 undir pari, eru forystumaður gærdagsins, nýliðinn Bud Cauley, landi hans David Toms og Ástralinn Gavin Coles.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Jeff Maggert, John Daly og það sem er stórskrítið að sjá er að Svíinn Robert Karlson er neðstur allra með seinni hring upp á 79 högg!

Til þess að sjá stöðuna á McGladreys mótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta McGladrey mótsins á 2. degi SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á McGladrey mótinu sem var vipp Mathew Goggin á 18. flöt  SMELLIÐ HÉR: