Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 13:45

LPGA: Suzann Pettersen í efsta sæti eftir 1. dag LPGA KEB Hana Bank Championship

Fyrr í morgun hófst á Ocean golfvelli Sky 72 golfklúbbsins í Incheon í Suður-Kóreu LPGA KEB Hana Bank Championship.

Eftir 1. dag er Susann Pettersen frá Noregi í 1. sæti – kom í hús í dag á 9 undir pari, glæsilegum 63 höggum.  Á hringnum fékk Susann ekki einn einasta skolla – aðeins 9 fugla og 9 pör – þar af fékk hún 6 fugla á seinni 9.  Skorið hennar í morgun var vallarmet en hún setti eitt slíkt á Sime Darby mótinu fyrir viku síðan, þá 64 högg.

Eftir hringinn góða sagði Pettersen m.a.: „Mér finnst bara eins og ég hafi nokkra lága hringi í mér í augnablikinu.“

Reyndar eru „vore kære nordiske venner“ að standa sig ansi vel því í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Pettersen, er Karin Sjödin frá Svíþjóð, líka á glæsiskori, 64 höggum  – spilaði líka skollafrítt þ.e. fékk 8 fugla og 10 pör, en fuglunum dreifði hún jafnt á fyrri og seinni 9.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á LPGA KEB Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR: