Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 17:00

25 efstu á peningalista Web.com hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir 2013

Tuttugu og fimm kylfingar af Web.com Tour fengu kortin sín á PGA TOUR afhent í gær  á Web.com Tour Championship á TPC Craig Ranch nálægt Dallas. Casey Wittenberg varð efstur í ár á peningalista Web.com Tour með  $433,453 í verðlaunafé. Wittenberg er 27 ára frá Memphis, Tennessee og hlýtur fullan keppnisrétt á PGA Tour 2013 og þar að auki boð um að spila á THE PLAYERS Championship í maí. Justin Bolli tók næststærsta stökk í sögu mótaraðarinnar þegar hann fór úr 44. sætinu í það 9. á síðustu metrunum og tryggði sér þar með keppnisrétt á PGA Tour.  Aðeins Matt Every hefir komist lengra á einu móti þegar hann fór úr 49. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2012

James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 89 ára í dag en hann lést 3. desember á s.l. ári, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum  og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 11:00

Rory vann Tiger í 360 milljóna hring þeirra í Kína

Rory McIlroy og Tiger fengu um 3 milljónir bandaríkjadala (360 milljónir íslenskra króna) fyrir að spila sýningahring á Lake Jinsha International golfvellinum í Kína í dag. Þar af fékk Tiger 2 milljónir en Rory 1 milljón. Það var ákveðið fyrirfram. Það var hins vegar Rory sem bar sigurorð af Tiger á hringnum með 1 höggi.  Það var búinn að vera mikill spenningur meðal golfáhangenda í Zhengzhou í Kína, enda ekki á hverjum degi sem nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum mætast í einvígi sem þessu. Rory hafði betur var á 5 undir pari, 67 höggum en Tiger á 68 höggum. Þeir léku báðir um helgina; Rory í Shanghaí þar sem hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 10:45

Peter Hanson er kominn í 17. sætið á heimslistanum!

Eftir sigurinn í gær á BMW Masters í Shanghaí er Svíinn Peter Hanson kominn í 17. sætið á heimslistanum og er það besti árangur, sem hann hefir náð á heimslistanum. Hanson fór upp um 8 sæti úr 25. sætinu í 17. sætið. Hann myndi hafa farið enn ofar ef Nick Watney hefði ekki sigrað á CIMB Classic í Malasíu og farið úr 22. sætinu í 16. sætið. Staða efstu 10 á heimslistanum er annars þessi:  1 Rory McIlroy 2 Tiger Woods, 3 Luke Donald, 4 Lee Westwood, 5 Justin Rose, 6 Adam Scott, 7 Webb Simpson, 8 Bubba Watson, 9 Brandt Snedeker og 10 Jason Dufner. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 10:30

Enn um Jesper Parnevik og „Gangnam Style“ tónlistarmyndband hans

Golf 1 sýndi fyrir skemmstu tónlistarmyndband með sænska PGA kylfingnum Jesper Parnevik þar sem hann tekur „Gangnam Style“ lag kóreanska rapparans PSY  SJÁ HÉR:  Nánar tiltekið birti Golf 1 frétt af myndbandinu fimmtudaginn fyrir viku, 25. október 2012,  en sama dag kom Jesper Parnevik fram í golfþætti Golf Channel Morning Drive til þess að ræða um myndbandið. Jesper sagði á Morning Drive að upphaflega hefði myndbandið bara átt að koma fyrir augu nokkurra vina fjölskyldunnar. Brenda vinkona hans hefði átt 40 ára afmæli og hann hefði ákveðið að smala saman nokkrum vinum og fjölskyldumeðlimum til þess að búa til vídeó-ið.  Jesper sagði að eiginkona hans, Mia (sem einnig kemur fram í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 14. sæti eftir fyrri dag Palmetto Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon háskóla hófu keppni í gær á Palmetto Intercollegiate mótinu í Suður-Karólínu. Mótið fer fram dagana 28. og 29. október í Oak Point golfklúbbnum á Kiawah eyju og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld. Þátttakendur eru um 90 frá 17 háskólum. Í gær var Sunna á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (75 72) og er sem stendur í 14. sæti – Ekki tókst að ljúka keppni í gær vegna myrkurs og eiga margar eftir að klára hringi sína og gæti því sætistala Sunnu eftir 1 dag raskast aðeins. Sunna er á 2. besta skori í liði sínu og telur það því. Golflið Elon, lið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 08:00

Hvað er kylfusveinninn að segja?

Það má ekki vera með læti á golfvellinum. Starf kylfusveinsins felst m.a. í því að kanna legu bolta og í því og öðrum tilvikum getur kylfusveinninn verið í nokkurri fjarlægð frá kylfingnum sínum og þá þarf að tjá sig með táknmáli. Flestir kylfingar á stærstu mótaröðunum hafa sitt sérstaka táknmál við kylfusveininn sinn … en sumt er almennt. Þeir hjá Golf Digest hafa tekið saman það helsta í táknmáli kylfusveina í máli og myndum. Til þess að sjá myndaseríu af táknmáli kylfusveina SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 23:58

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra á 73 höggum eftir 1. dag Alamo Invitational

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL  og golflið Texas State hófu nú í dag keppni the Alamo Invitational á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas. Þetta er þriggja daga mót, stendur frá 28.-30. október og þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum. Valdís Þóra lék á 1 yfir pari, 73 höggum á 1. degi.  Skorkortið var nokkuð skrautlegt en á því gaf að finna 4 fugla,10 pör, 3 skolla og 1 skramba.  Valdís deilir 25. sætinu sem stendur ásamt 5 öðrum kylfingum. Texas State lið Valdísar Þóru er sem stendur í 11. sæti í liðakeppninni. Golf 1 óskar Valdísi Þóru góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Alamo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni í 2. sæti á Bridgestone Golf Collegiate!!!

Axel Bóasson, GK, stóð sig stórkostlega á Bridgestone Golf Collegiate mótinu og náði sínum besta árangri í bandaríska háskólagolfinu í dag, 2. sætinu, en mótið fór fram í Grandover Resort & Conference Center í  Greensboro, Norður-Karólínu. Hann var á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 67 72) og á besta skori golfliðs Mississippi State. Þetta er einstaklega flottur árangur hjá Axel!!! Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk leik jafn Jordan Sweet frá Maryland háskóla í 43. sæti, var á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (74 75 79). Mississippi State vann liðakeppnina varð í 1. og efsta sæti af þeim 13 háskólaliðum sem þátt tóku!!! Næsta mót sem The Bulldogs, golflið þeirra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 21:24

GS: Einar Long og Helgi Róbert Þórisson sigruðu á 3. móti í Haustmótaröð GS og Bílahótels

Í dag fór fram í fyrirtaks Leirulogni 3. mót í Haustmótaröð GS og Bílahótels. Þátttakendur voru 101 og luku 99 keppni. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Á besta skorinu í dag varð Einar Long, GHG, en hann var á 73 höggum líkt og Grímur Þórisson, GÓ, en Einar var betri á seinni 9 sem hann spilaði á 33 höggum meðan Grímur var á 37 höggum. Í punktakeppninni vann Helgi Róbert Þórisson, GKG, var á 41 glæsipunkti líkt og klúbbfélagi hans Bergsveinn Þórarinsson, sem var með færri punkta á seinni 9, 18 meðan Helgi Róbert var á 24. Nándarverðlaun: 9, hola – Ingvar Jónsson 74 cm 16. Lesa meira