Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 14. sæti eftir fyrri dag Palmetto Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon háskóla hófu keppni í gær á Palmetto Intercollegiate mótinu í Suður-Karólínu.

Mótið fer fram dagana 28. og 29. október í Oak Point golfklúbbnum á Kiawah eyju og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld.

Þátttakendur eru um 90 frá 17 háskólum.

Í gær var Sunna á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (75 72) og er sem stendur í 14. sæti – Ekki tókst að ljúka keppni í gær vegna myrkurs og eiga margar eftir að klára hringi sína og gæti því sætistala Sunnu eftir 1 dag raskast aðeins. Sunna er á 2. besta skori í liði sínu og telur það því.

Golflið Elon, lið Sunnu er sem stendur í 6. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Sunnu góðs gengis í mótinu!

Til þess að fylgjast með Sunnu og gangi mála í mótinu SMELLIÐ HÉR: