Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 17:00

25 efstu á peningalista Web.com hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir 2013

Tuttugu og fimm kylfingar af Web.com Tour fengu kortin sín á PGA TOUR afhent í gær  á Web.com Tour Championship á TPC Craig Ranch nálægt Dallas.

Casey Wittenberg varð efstur í ár á peningalista Web.com Tour með  $433,453 í verðlaunafé. Wittenberg er 27 ára frá Memphis, Tennessee og hlýtur fullan keppnisrétt á PGA Tour 2013 og þar að auki boð um að spila á THE PLAYERS Championship í maí.

Justin Bolli tók næststærsta stökk í sögu mótaraðarinnar þegar hann fór úr 44. sætinu í það 9. á síðustu metrunum og tryggði sér þar með keppnisrétt á PGA Tour.  Aðeins Matt Every hefir komist lengra á einu móti þegar hann fór úr 49. sætinu í 10. sæti.

Tveir aðrir náðu með dramatískum hætti að tryggja kortin sín Morgan Hoffmann (sem fór úr 31. sætinu í 19. sætið) og Doug LaBelle II (sem fór úr 26. sætinu í 24. sætið og rétt slapp inn.).

Þeir sem voru nálægt draumi sínum um að spila á PGA Tour en hann varð síðan að engu eru Camilo Benedetti (sem féll úr síðasta sætinu þ.e. 25. sætinu í 26. sætið – sem hlýtur að vera svakalega ergilegt og Joseph Bramlett (sem fór úr 24. sætinu í 28. sætið.

Eftirfarandi 25 spila á PGA Tour keppnistímabilið 2013: 

Web.com Tour: Efstu leikmenn 2012 á peningalistanum
Sæti Leikmaður Aldur Ríki Háskóli Fj. móta Verðlaunafé Sigrar
1 Casey Wittenberg 28 Oklahoma State 24 $433,453 2
2 Luke Guthrie* 22 University of Illinois 10 $410,593 2
3 Russell Henley* 23 University of Georgia 26 $400,116 2
4 Luke List* 27 Vanderbilt University 24 $363,206 1
5 James Hahn* 31 University of California-Berkeley 24 $337,530 1
6 Shawn Stefani* 31 Lamar University 24 $307,371 2
7 Robert Streb* 25 Kansas State University 24 $305,591 1
8 Ben Kohles* 22 University of Virginia 10 $303,977 2
9 Justin Bolli 36 University of Georgia 24 $300,924 1
10 David Lingmerth* 25 University of Arkansas 26 $287,148 1
11 Justin Hicks 38 University of Michigan 25 $277,159
12 Paul Haley II* 24 Georgia Tech 23 $263,841 1
13 Cameron Percy 38 24 $256,238
14 Andres Gonzales 29 University of Nevada-Las Vegas 23 $235,505 1
15 Scott Gardiner* 36 25 $234,145
16 Lee Williams* 31 Auburn University 25 $223,468 1
17 Darron Stiles 39 Florida Southern College 24 $213,031 1
18 Brad Fritsch* 35 Campbell University 25 $212,168
19 Morgan Hoffmann* 23 Oklahoma State University 13 $207,540
20 Brian Stuard 30 Oakland University 26 $205,711
21 Andrew Svoboda* 33 St. John’s University 24 $203,717
22 Nicholas Thompson 30 Georgia Tech 26 $192,751
23 Alistair Presnell* 33 26 $190,567
24 Doug LaBelle II 37 University of New Mexico 25 $186,320 1
25 Jim Herman 35 University of Cincinnati 26 $182,001