Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni í 2. sæti á Bridgestone Golf Collegiate!!!

Axel Bóasson, GK, stóð sig stórkostlega á Bridgestone Golf Collegiate mótinu og náði sínum besta árangri í bandaríska háskólagolfinu í dag, 2. sætinu, en mótið fór fram í Grandover Resort & Conference Center í  Greensboro, Norður-Karólínu. Hann var á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 67 72) og á besta skori golfliðs Mississippi State. Þetta er einstaklega flottur árangur hjá Axel!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk leik jafn Jordan Sweet frá Maryland háskóla í 43. sæti, var á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (74 75 79).

Mississippi State vann liðakeppnina varð í 1. og efsta sæti af þeim 13 háskólaliðum sem þátt tóku!!!

Næsta mót sem The Bulldogs, golflið þeirra Axels og Haraldar Franklín tekur þátt í er the Gator Invitational í Flórída, 9.-10. febrúar á næsta ári.

Til þess að sjá úrslitin á Bridgestone Golf Collegiate mótinu  SMELLIÐ HÉR: