Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2012 | 23:58

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra á 73 höggum eftir 1. dag Alamo Invitational

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL  og golflið Texas State hófu nú í dag keppni the Alamo Invitational á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas.

Þetta er þriggja daga mót, stendur frá 28.-30. október og þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum.

Valdís Þóra lék á 1 yfir pari, 73 höggum á 1. degi.  Skorkortið var nokkuð skrautlegt en á því gaf að finna 4 fugla,10 pör, 3 skolla og 1 skramba.  Valdís deilir 25. sætinu sem stendur ásamt 5 öðrum kylfingum.

Texas State lið Valdísar Þóru er sem stendur í 11. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Valdísi Þóru góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Alamo Invitational SMELLIÐ HÉR: