Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 10:45

Peter Hanson er kominn í 17. sætið á heimslistanum!

Eftir sigurinn í gær á BMW Masters í Shanghaí er Svíinn Peter Hanson kominn í 17. sætið á heimslistanum og er það besti árangur, sem hann hefir náð á heimslistanum.

Hanson fór upp um 8 sæti úr 25. sætinu í 17. sætið.

Hann myndi hafa farið enn ofar ef Nick Watney hefði ekki sigrað á CIMB Classic í Malasíu og farið úr 22. sætinu í 16. sætið.

Staða efstu 10 á heimslistanum er annars þessi:  1 Rory McIlroy 2 Tiger Woods, 3 Luke Donald, 4 Lee Westwood, 5 Justin Rose, 6 Adam Scott, 7 Webb Simpson, 8 Bubba Watson, 9 Brandt Snedeker og 10 Jason Dufner.

Til þess að sjá 300 efstu á heimslistanum  SMELLIÐ HÉR: