Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 13:20

Luke Donald mun ekki verja titil sinn á Children´s Miracle Network Hospitals Classic – ætlar að vera heima hjá veiku barni sínu

Luke Donald, sem vann á síðasta ári Children’s Miracle Network Hospitals Classic og náði þar með efsta sætinu á peningalista PGA Tour, mun ekki spila á mótinu í ár vegna aðgerðar sem önnur dætra hans er að fara í.

Í fréttatilkynningu frá honum sagði:

„Mér þykir leitt að ég er ófær um að verja titil minn á Children’s Miracle Network Hospitals Classic á þessu ári, þar sem það mót var mikilvægur hápunktur fyrir mig árið 2011. Karríera mín sem kylfings gerir miklar kröfur til mín skv. dagskrá og ég er oft tilneyddur til að missa af dýrmætum tíma með fjölskyldu minni þegar ég ferðast um heiminn, en í þessu tilviki er heimilið þar sem ég verð að vera. Ég vildi færa þakkir fyrir það hvaða þýðingu Children’s Miracle Network hefir fyrir okkur og ég er ánægður að vera fær um að styðja verkefni þeirra. Ég óska þeim alls hins besta með mótið í næsta mánuði.“

Luke Donald styrkti síðan Lurie Children’s Hospital í Chicago, sem er eitt af sjúkrahúsum Children’s Miracle Network í Bandaríkjunum.

„Auðvitað söknum við að hafa ekki Luke Donald sem á titil að verja meðal keppenda en við öll hjá Children’s Miracle Network og Disney  skiljum mikilvægi þess að vera til staðar til þess að styðja fjölskylduna,“ sagði framkvæmdastjóri mótsins Kevin Weickel. „Ég vona að allir í sömu stöðu myndu gera það sama og við styðjum Luke og fjölskyldu hans fyllilega.“

Luke Donald hefir því lokið 2012 keppnistímabilinu á PGA TOUR í 16. sæti á  FedExCup stigalistanum og í 14. sæti á peningalistanum (með einn sigur á þessu ári  -Transitions Championship) og sjö topp-10 árangra.

Heimild: PGA Tour