Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 07:00

Solheim Cup 2015 fer fram í Þýskalandi

Í gær var tilkynnt í London að Solheim Cup 2015 myndi næst fara fram í Þýskalandi, nánar tiltekið á golfvelli St. Leon-Rot golfklúbbsins, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur. Komast má á heimasíðu golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Frá golfvelli St. Leon Rot

Segja má að Solheim Cup sé samsvarandi keppni hjá kvenkylfingum og Ryder Cup er hjá körlum.

Keppnin milli Evrópu og Bandaríkjanna fer fram annað hvert ár til skiptis í heimsálfunum.

Síðast 2011 sigraði lið Evrópu í Killeen Castle á Írlandi og næsta keppni verður haldin 3. – 18. ágúst 2013 í Colorado golfklúbbnum í Parker, Colorado.

Tveimur árum síðar þ.e. 2015 verður keppnin aftur haldin í Evrópu og þá verður litli bærinn St. Leon Rot, sem er rétt hjá Heidelberg, miðpunktur heimskvennagolfsins.

Sandra Gal

Sandra Gal, sem er einn fremsti þýski kvenkylfingurinn um þessar mundir sagði að ákvörðunin gleddi sig mikið: „Ég get varla beðið þess að Solheim Cup keppnin 2015 verði haldi í Þýskalandi. Þetta verður gríðarlega góð reynsla fyrir þýskt golf, þegar upprennandi þýskir kylfingar fá fyrsthendis að verða vitni að einstakri keppni.“