Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk keppni í 9. sæti á Palmetto Intercollegiate á Kiawah Island

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon luku keppni í kvöld á Palmetto Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Oak Point golfklúbbnum á Kiawah Island  í Suður-Karólínu, dagana 28. og 29. október . Þátttakendur voru um 90 frá 17 háskólum.

Í gær var Sunna á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (75 72 73) og lauk keppni meðal topp-10, þ.e. í 9. sætinu í einstaklingskeppninni. Hún var á 2. besta skorinu í liði sínu og taldi það því.

Golflið Elon, lið Sunnu, lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni.

Þetta er síðasta mótið á haustönn hjá Sunnu og hefst keppni við aðra skóla ekki aftur fyrr en eftir áramót, 2013.

Til að sjá úrsltin í Palmetto Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: