Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og golflið Faulkner í 2. sæti eftir 1. hring á MGCCC Fall Invitational

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner háskóla léku fyrsta hring á MGCCC Holiday Inn Fall Invitational í Gulfport, Mississippi í dag.

Mótið er tveggja daga frá 29.-30. október og taka þátt 57 í 10 háskólaliðum.

Hrafn átti ekki góðan 1. hring miðað við gengið í haust; var á 12 yfir pari,  84 höggum á hring þar sem hann fékk aðeins 1 fugl, 6 pör, 9 skolla og 2 skramba. Hann var þó á 4. besta skori í liði Faulkner og telur skor hans því.

Lið Faulkner háskóla er í 2. sæti eftir 1. keppnisdag.  Lokahringurinn verður leikinn á morgun.

Golf 1 óskar Hrafni góðs gengis á morgun!

Til þess að fylgjast með gengi Hrafns á mótinu SMELLIÐ HÉR: