Martin Kaymer
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 08:00

Evróputúrinn: Kaymer telur sig eiga tækifæri að verja titil sinn á WGC-HSBC Champions

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer á titil að verja á HSBC heimsmótinu í golfi sem hefst á morgun í Mission Hills golfklúbbnum í Kína.

Kaymer var í sérklassa á mótinu þegar hann sigraði í fyrra, með lokahring upp á 63 högg, 9 fugla og átti 3 högg á þá sem næstir komu.

Kaymer er nostalgískur þegar kemur að 2011: „Síðasta ár var gott,“ sagði hann. „Ég sigraði í Abu Dhabi fyrr á árinu, sem er enn annað mótið sem HSBC styrkir, en þá var ég ferkar flatur og bara að bíða eftir sigrinum.  Ég átt frábæra seinni 9 á sunnudeginum, aðeins 29 högg þannig að ég á góðar minningar. Augljóslega er þetta öðruvísi golfvöllur nú, en miðað við hvernig ég er að spila hugsa ég að ég eigi tækifæri (á sigri).“

„Það var svolítið sérstakt að sigra mót þar sem maður var 5 höggum á eftir forystunni fyrir lokahringinn en enda síðan á að vinna mótið með 3 höggum.“

Heimild: europeantour.com