Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 17:50

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Geir Hjartarson – 31. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Geir Hjartarson. Hlynur er fæddur 31. október 1976 og er því 36 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss (GOS). Árið hefir verið nokkuð viðburðaríkt hjá Hlyn Geir, en fyrir utan það að vera fararstjóri í golfferðum Heimsferða útskrifaðist hann í ár sem PGA golfkennari frá Golfkennaraskóla PGA. Hlynur Geir er klúbbmeistari Golfklúbbs Selfoss 2012 og stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar. Hann setti auk þess glæsilegt vallarmet á Svarfhólsvelli í ár, 62 högg!!! Hlynur Geir kvæntist á árinu konu sinni Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur en þau eiga 3 börn.  Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan:

Hlynur Geir Hjartarson (36 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Rives McBee, 31. október 1938 (74 ára);  Toru Nakamura (中村 通 Nakamura Tōru 31. október 1950) (62 ára);  Mardan Mamat, 31. október 1967 frá Singapore (45 ára);  Mark Joseph Wilson, 31. október 1974 – sigraði í Sony Open 2. móti PGA  í jan 2011 (38 ára);  Jim Renner, 31. október 1983 (29 ára) …… og …….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is