Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 17:25

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik í 9. sæti á SFA Crown Classic

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State, Geaux Colonels tóku dagana 29.-30. október þátt í SFA Crown Classic mótinu, sem fram fór í Lufkin, Texas.

Þátttakendur voru 44 frá 8 háskólum.

Andri Þór lauk keppni í 9. sæti, sem hann deildi með öðrum; var á samtals 230 höggum (78 73 79). Hann var á besta skori Geaux Colonels golfliðs Nicholls State.  Glæsilegur topp-10 árangur hjá Andra Þór!!!

Golflið Nicholls State lauk keppni í 5. sætinu í liðakeppninni.

Næsta keppni Andra Þórs og Geaux Colonels er Red Wolf Fall Beach Classic, þann 5. nóvember n.k. í Penninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama.

Til þess að sjá úrslitin í SFA Crown Classic SMELLIÐ HÉR: