Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 18:45

NGA: Þórður Rafn komst í gegnum niðurskurð á Stoneybrook!!!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, komst í dag í gegnum niðurskurð á 2. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, en mótið fer fram á golfvelli Stoneybrook golfklúbbsins í Flórída.

Mótið stendur dagana 30. október – 1. nóvember og þátttakendur eru 57.  Ljóst er því að Þórður Rafn er einn af 19 sem spila 3. hringinn á morgun til fjár og sá fyrsti sem það gerir af Íslendingunum 3 úti!!!

Þórður Rafn er samtals búinn að spila á 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) og varð í 19. sætinu og var síðastur til að komast í gegnum niðurskurð.

Alexander Aron Gylfason, GR,  var á samtals 15 yfir pari 159 höggum (80 79) og hafnaði í 47. sætinu.  Hann komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, en þetta er allt að koma hjá honum!!!

Golf 1 óskar Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Stoneybrook golfklúbbnum SMELLIÐ HÉR: